29.8.2008 | 18:37
Æfingarhúsnæði og ljúfar endurminningar
Stundum koma unglingar í búðina sem ég vinn í og spyrja hvort maður viti um eitthvað æfingarhúsnæði til leigu. Þrátt fyrir að vera allur af vilja gerður get ég því miður sjaldnast orðið að liði. Í gær var einhver að tala um æfingarhúsnæði og kúnni stakk upp á fyrirtaksstað. Stendur svolítið afskekkt svo nágrannarnir kvarta ekki, en er með rafmagni og salerni. Fyrirtakshúsnæði.
Bessastaðir - um að gera að nýta þetta sem æfingarhúsnæði, íbúarnir eru hvort eð er alltaf í útlöndum!
Minnti mig á síðasta æfingarhúsnæðið sem ég var í á Akureyri. Það var gamalt uppgjafastúdíó og þar æfði ég með hljómsveit sem hét Undir áhrifum. Okkur fannst nafnið alveg frábært. Þá. Ekki núna, allavega ekki mér. Þegar ég hugsa út í það hef ég ekki hitt hina meðlimi bandsins, utan einn, síðan ég hætti í sveitinni og flutti suður á bóginn til þess sem þá var þekkt sem Borg Davíðs.
Ég náði bara að spila með þeim eina helgi á Dropanum sáluga á Akureyri áður en ég stakk af suður. Það var helgina sem KA varð bikarmeistari í handbolta eftir æsispennandi leik gegn Val. Þetta man ég vegna þess að ég vann 5,000-kall í veðmáli um úrslit leiksins. Líklega í janúar eða febrúar ´95. Með þessu bandi spilaði ég fullt af lögum sem ég hef aldrei spilað aftur. Hafði aldrei spilað þau áður heldur, enda er það þannig að lög sem maður hefur aldrei spilað áður getur maður alltaf spilað aftur.
T.d. þetta, sem er bráðskemmtilegt:
Téð sveit var ekki merkilegasta band á landinu, en ég er ekki frá því að þetta lag hafi hljómað betur með okkur en orgínallinn með Kjarnorkurólunni (Atomic Swing). Man að Spoon léku þetta í Sjallanum. Gersovel, Stone me into the Groove:
+
Svo má til gamans geta þess að trymbillinn hét, og heitir örugglega enn, Jón Baldvin. Síðast þegar ég sá hann var hann í sjónvarpinu mínu að tromma á handboltaleik. KA gegn einhverjum. Veit ekki hvernig sá leikur fór, enda veðjaði ég ekki á hann.
Athugasemdir
Svo þú varst einu sinni ungur!
Gulli litli, 30.8.2008 kl. 05:25
þú ert höfrungur.
arnar valgeirsson, 30.8.2008 kl. 13:50
Mér er sagt ég hafi eitt sinn verið ungur. Ég man ekki svo langt aftur í tímann.
Ingvar Valgeirsson, 30.8.2008 kl. 15:28
Ég held að það sé svipað langt síðan og þegar ég var ungur... Heyrðu þú varst, ja, allvega yngri með 3ja metra sítt hár ef ég man rétt...
Ágúst Böðvarsson, 31.8.2008 kl. 08:27
Þú ýkir nú oggolítið, frændi sæll. Hárið var ekki nema 56 cm. þegar Hlynur rakari tók mig til rúningar. Skil ekki enn hvað ég var að pæla.
Ingvar Valgeirsson, 31.8.2008 kl. 17:13
Ég skil vel að þú afneitir þessum núna sem einhverri klassík. Ég hefði líklega yfirgefið ballið sem þú spilaðir á, nema maður hefði verið frjáls til fuglaveiða sem var reyndar ekki.
Ég get nú samt ekki neitað því að giggauglýsingin í útvarpinu: Dropinn Undir Áhrifum í kvöld hljómar hreint ekki afleitlega.
Haukur Nikulásson, 31.8.2008 kl. 22:54
Prógramm þessarar tilteknu sveitar var að stórum hluta nýtt rokk. Nýtt rokk í ársbyrjun ´95 var almennt ekki skemmtilegt.
Ingvar Valgeirsson, 31.8.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.