Nokkrir vondir

Nokkrir vondir, jafnvel alslæmir, urðu til um helgina hjá honum Tryggva unglingi. Til dæmis vorum við að aka um Hafnarfjörðinn, Memphis norðursins, á föstudagskvöldið þegar einhver sá lítinn Volkswagen. Eitthvað voru menn ekki alveg sammála um hvort þar færi Golf ellegar Polo, enda svipaðir á að líta. Tsjærastan hans Tryggva spurði þá hver væri munurinn á Golf og Polo. Tryggvi svaraði undir eins: "Sko, í póló er maður sko á hesti og með kylfu, en í golfi er maður bara með kylfu, engan hest".

Það var á svipuðum tíma og hann var að fræða mig um skrýmslin fyrir austan, Lagarfljótsorminn og Jökulsárljónið...

Þá er gaman að minnast á að föðurbræður mínir tveir voru einmitt í hljómsveitinni Póló. Hvorki hestur né kylfa samt. Sú sveit hætti nokkrum árum áður en ég fæddist, en var feykivinsæl. Lifði það meira að segja af að skipta um söngvara, sem þótti allavega stórmerkilegt þegar Millarnir gerðu slíkt hið sama áratugum síðar. Ég á nokkrar litlar plötur með þeim og alles.

Gaman væri að eiga líka plötuspilara.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Sammála, plötuspilara vantar...

Gulli litli, 3.9.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: arnar valgeirsson

póló var snilld með bjarka og líka með erlu kerlu.

jökulsárljónið er líka snilld.

þetta var fyndið.

arnar valgeirsson, 3.9.2008 kl. 22:36

3 identicon

Já stjemmtileg færsla!

Ingvar dúllusnúður!

Brynhildur (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ÉG á nú einn ágætan grammafóspilara hérna elsku karlinn minn, Technics gerðar, langar þig íhann!?

En þessu hafði ég ekki pælt í til mergjar, er Pálmi karlinn blessaður föðurbróðir ykkar?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, vissulega er hann föðurbróðir vor - maður var nú ekki ráðinn bara út á útlitið í búðina á sínum tíma...

Svo var jú Steingrímur heitinn trymbill bróðir þeirra líka, en hann var líka í Póló. Hrærði þar í snerlinum betur en nokkur annar, allavega á þeim tíma.

Ingvar Valgeirsson, 5.9.2008 kl. 10:30

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er dálítið merkilegt! ég hef vitað það svo lengi sem ég man, að þið Haukurinn væruð frændur, en ekki svona náið auk þess sem mér finnst óljóst að einvher hafi blaðrað einvhern tíman við mig um annan skyldleika ykkar en þennan. En man það ekki frekar en ég man hvenær ég uppgötvaði skyldleika ykkar trommarans geðþekka og gáfaða upp úr öllu valdi!

Annars má skjóta því að, að svo mikið áhrif hafði Haukur á tölvudeildina í H.A. þgar hann hafði "tekið hana í nösina" um árið eða frá því, hefur hún bara vart borið sitt barr og nú á bara að leggja hana niður!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 17:50

7 identicon

Tryggvi hefur ekki sagt þér söguna af Sandvíkur-Glæsir eða þá um Viðfjarðardrauginn? Hann ætti að kunna þær,uppalin fyrir austan.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband