Jafnréttisbull og Últravox

Sá frétt í morgun á vefmiðli. Þar segir:

"Ungliðahreyfing Vinstri grænna krefst þess að Árni Mathiesen segi af sér sem fjármálaráðherra. Ung vinstri græn vilja að einstaklingur með betri skilning á þörfum þjóðarinnar taki við og benda jafnframt á að ,,hér blasir við frábært tækifæri til að fjölga konum í ráðherraliðinu," eins og segir í tilkynningu".

Í fyrsta lagi þykir mér undarlegt að fréttamönnum þyki það fréttnæmt að vinstrigrænir séu óánægðir með sjálfstæðismann. Það ætti nú að vera nokkuð sjálfsagt. Svo er það orðalagið í lokin. Fjölga konum í ráðherraliðinu með því að skipta ráðherranum út og fá konu í staðinn. Enga sérstaka konu, bara einhverja konu. Bara ekki karlmann, heldur konu.

Ekki ætla ég mér að fara að mæra fjármálaráðherra í bak og fyrir. Kannski mætti alveg skipta honum út. En ef það er gert á ekki að hafa það sem skilyrði að kerling fari í stólinn.

Ætli vinstrimenn verði jafn áfjáðir í að fá konu í stól fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, þegar valið stendur líklega milli Dags og Hönnu Birnu?

Ég get hinsvegar tekið undir að hinar svokölluðu "kvennastéttir" eru of lágt launaðar, en sú umræða er jú upphaf umræðunnar um ráðherrann. Kjör ljósmæðra, kennara og margra annarra verður að bæta og það allnokkuð. Mesta furða hvað það er alltaf til nóg handa íþróttafélögum og endalaust fjármagn til að byggja múltímilljarða jarðgöng fyrir fámenn þorp úti á landi, en aldrei neitt fyrir nauðsynlegustu opinberu starfsmennina. Já, skrýtið...

En að allt öðru. Gersamlega í kross. Það nebblega rifjaðist upp fyrir mér lag um daginn. Hafði ekki heyrt það nema einu sinni, þegar myndbandið var sýnt í Poppkorni, líklega í nóvember 1986. Lagið heitir All fall down og er með Ultravox, sem var jú aðallega þekkt fyrir svokallað tölvupopp. Þetta lag er þó býsna langt frá því að falla í þann flokk.

Midge Ure, söngvari og gítaristi Ultravox, er svolítið merkilegur fýr. Honum var boðið að verða söngvari í Sex Pistols, en nennti því ekki. Varð svo gítarleikari í Thin Lizzy áður en hann tók við af John Foxx í Ultravox. Þykir fantafínn gítaristi, en var lítið að flíka því í Ultravox. Eftir að sveitin hætti störfum hóf hann sólóferil, hefur samið fyrir aðra og pródúserað og alles. Duglegur kall. Var líka, ásamt Bob Geldof, aðal á bak við Do they know it´s Christmas? - dæmið alltsaman. Enn að túra, taka upp, gefa út.

Eníhjú, hér er lagið. Fínt vídeó líka, man enn hvað mér þótti endirinn ógeðslega flottur þegar ég var 14 vetra. Gersovel:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

skemmtilegt....

Gulli litli, 5.9.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: arnar valgeirsson

datt í jökulsárljón. eða höggn í hoggnarfirði.

man ekkert eftir þessu lagi en á slatta með ultravox. líka með john foxx. reyndar ekki sett þá á fóninn í allverulegaandskotimörgár.

jess, á nebblega plötuspilara.

arnar valgeirsson, 5.9.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Arnar skynsamur maður eins og ég, passar upp á plötuspilarann!

En man annars ekki betur, en að á markað séu á leiðinni eða jafnvel komnir nýjir plötuspilarar með USD tengi fyrir tölvur!? Þú hýtur að kannast eitthvað við það Ingvar minn.

En sammála litla, -næstumþvíjafnlitlumogþú- manninum Gulla, skemmtilegt hjá þér hérna, eða þ.e.a.s. seinni hlutinn!

Guðfinna eða Ragnheiður væru báðar kandidatar í fja´rhirðinn og væru miklu flottari þar en dýralæknirinn. En ég er hins vegar hræddur um Ingvar minn, að eins og málin standa verði spurningin bara um Dag, karlmanninn, einan, ef fram heldur áfram sem horfir með D liðið í Rvk.Ekki byrjar hún alla vega vel blessunin í stólnum með frekar skrítinni nærveru sinni er handboltaliðið kom og svo þessu hjali um veru flugvallarins til eða frá. En því miður fyrir borgarana er langt í kosningar og margt getur svosem breyst, það segir reynslan okkur.

En Ure karlinn finnst mér bara vera mjög merkilegur Spaði, Ultravox líka ein af fáum sveitum á þessari línunni sem ég hreifst af á þessum tíma.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 18:07

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En vera hans með Lizzy, minnist hennar ekki mikið, á flestallar plöturnar og á vínyl vel að merkja, voru einmitt í miklu uppáhaldi þarna fyrir rúmum tuttugu árum í og með dálæti á Gary Moore, sem gekk tvisvar ef ekki þrisvar í og úr bandinu! Annars komu nú gítaristarnir og fóru ansi ört, en Gorham og Robertson auk Moore þeir lífseigustu minnir mig.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Frábært lag. Man ekki eftir að hafa heyrt það áður. Greinilega The Chieftains sem spila með þeim. Flott vidjó líka.

Kristján Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 20:15

6 Smámynd: Sigurjón

Þessir VG...

Sigurjón, 5.9.2008 kl. 21:00

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Maggi - það heitir USB-tengi. En jú, Midge Ure var í Lizzy ´79, en spilaði aldrei inn á plötu með þeim. Gary Moore held ég að hafi bara leikið inn á eina stúdíóplötu, Black Rose. Hún var sko fín. Ég held að John Sykes sé núna haldandi nafninu á lofti ásamt fleiri fyrrum Whitesnake-mönnum. Thin Lizzy án Phil Lynnot, Queen starfandi án Freddy og Deacon, Guns´n´Roses án... ja, allra sem skiptu máli.

Jú, Arnljótur passar upp á plötuspilarann, enda eru allar plöturnar mínar heima hjá honum. Ég man eftir John Foxx-lagi sem heitir Europe after the Rain. Ekki fannst mér það nú merkilegt.

Jæja...

Ingvar Valgeirsson, 6.9.2008 kl. 16:25

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta minnti á Listahátið um árið...........the Chieftains

Hólmdís Hjartardóttir, 7.9.2008 kl. 00:33

9 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Thin Lizzy án Phil Lynott er eins og Guinness án froðu.

Kristján Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 12:42

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, hljómsveitum hættir ansi mikið til að hætta ekki, nú eða aldrei bara og skiptir litlu þó heilin og hjartað drepist!Sem betur fer þó ekki í öllum tilfellum.

Taktu nú ekkert nærri þér þó minn haus ruglist eitthvað á tengiheitum eða skrifi þau vitlaust á blað, en fullvissa þig að ég veit þokkalega samt hvað ég er að röfla um, einar þrjár maskínur he´rna í kringum mig!

man þetta bara með peyjan Moore, að oftar en einu sinni gekk hann í T.L. en þetta sja´lfsagt alveg rétt hjá þér með plöturnar, þó mér finnist það þær geti verið fleiri.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 01:45

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Skrýtið sem það er miðað við hversu oft hann var í bandinu var þetta víst eina platan sem hann lék á, blessaður. Þ.e.a.s. fyrir utan læv-plötur. Svo gerðu jú Lynnott og Moore eithvað saman en ekki undir merkjum TL.

Ég ákvað að gá og fann þetta, sem er forvitnilegt.

Midge Ure, sem áður var minnst á, lék ekki á Black Rose, en samdi eitt lag á plötunni ásamt Lynnot. Tók svo við af Moore þegar bandið fór á flakk.

Á Black Rose var svo munnhörpuleikur í tveimur lögum í höndum ungs manns, sem átti eftir að gera garðinn frægan fáum árum síðar, kani að nafni Huey Lewis.

Ingvar Valgeirsson, 8.9.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband