Lehrer

Var að horfa á einhverja þætti úr fimmtu seríu af NCIS í gær meðan ég jafnaði mig eftir átök helgarinnar. Í einum þættinum var lausn morðmáls fólgin í laginu Elements, hvar Tom Lehrer þuldi upp nöfnin á frumefnunum. Lehrer þessi var kennari þar til fyrir skemmstu, kenndi bæði stærðfræði og músík. Fyndinn kall og fínn píanisti.

Ég ákvað því að henda inn lagi með honum.

Njótið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ef þú varst að bíða eftir því að verða klukkaður af speisbúum, þá er semsagt búið að því. svaraðu skilmerkilega. veit að þetta verður allt lygi, en samt á hún að vera skilmerkileg

arnar valgeirsson, 8.9.2008 kl. 17:14

2 identicon

Mér finnst rétt að það komi fram að frumefnaþulan hans Lehrers er við lagið I Am the Very Model of a Modern Major General eftir Gilbert og Sullivan, sem er nógu mikill tungubrjótur með upprunalega textanum, hvað þá þegar frumefni eru komin í stað vitrænna orða. Klárlega mikil snilld.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Laddi söng þetta líka í Skaupinu ´90, þá um trúarhópa og nýaldarfrík hérlendis, sem mikið voru í umræðunni það árið.

Lag Gilberts og Sullivans heitir reyndar Major-General-song að mig minnir.

Ingvar Valgeirsson, 10.9.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband