17.9.2008 | 10:09
Blessuð börnin
Eilítil saga af Miðju-Sveppi:
Miðju-Sveppur er svolítið skýr strákur, skemmtilegur og álíka mikill klifurköttur og ég var þegar ég var á hans aldri. Ég átti til dæmis til að skríða út um glugga á þriðju hæð og svoleiðis. Hafði því vit á að kaupa mér íbúð ekki alveg svo hátt uppi.
Eníhjú, á gullfallegu heimili okkar hjóna eru nokkrar dvd-hillur. Á einni þeirra er gömul ljósmynd, beint fyrir framan National Treasure 1 og 2. Myndin er innrömmuð og smekkleg og er af kerlu minni og vinkonu hennar, tekin þegar frúin var veislustjóri í brúðkaupi vinkonunnar fyrir mörgum árum síðan. Myndin er sumsé af kerlu og vinkonunni, kerla í smekklegum kjól og vinkonan í brúðarkjólnum, báðar brosandi eins og við er að búast. Sveppur rak augun í myndina um daginn, klifraði upp í hilluna, sótti myndina og stóð svo á gólfinu, undrandi á svip, og horfði vel og lengi á mömmu sína brosandi við hlið konu í brúðarkjól.
Svo kallaði hann hátt og snjallt: "PABBI! VAR MAMMA LESBÍA FYRST?"
Ég hló aðeins...
Athugasemdir
segðu honum bara eins og er. ef gunnar krossari hefði ekki komist með puttana í þetta væruð þið bæði í staðfestri sambúð. bara ekki saman.
og stebbi stuð júníor ekki til þannig að maður hefur gunnari svosem slatta að þakka.
arnar valgeirsson, 17.9.2008 kl. 11:28
Já, verst að hann hefur ekki heimsótt þig enn... :)
Ingvar Valgeirsson, 17.9.2008 kl. 11:29
hehehehe . . yndislegt !
Gauti, 17.9.2008 kl. 15:21
næst spyr hann.. pabbi hvenær léstu þá breyta þér í kall?
Guðríður Pétursdóttir, 17.9.2008 kl. 15:21
Já, eins gott að ég gerði það, ömurlegt að pissa í kross með kellingu...
Ingvar Valgeirsson, 17.9.2008 kl. 15:38
ég öfundaði bræður mínar alveg einstaklega að geta pissað í kross með pabba... ég eina stelpan á heimilinu fyrir utan mömmu(sjálfsvorkundauðans)
Guðríður Pétursdóttir, 17.9.2008 kl. 16:16
tjellingin hans ingvars er líka eina stelpan, fyrir utan mömmu ofkors, á heimilum hans og bræðra. 10 dúddar.
nema viddi er eitthvað að mojast núna og er sennilega orðinn ástfanginn.
já, bestu menn lenda í þessu helvedde...
arnar valgeirsson, 17.9.2008 kl. 16:50
Díta (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:04
Já, helvítis ástin, sem allt ætlar lifandi að drepa...
Annars er best að vera tvítypptur, þá getur maður pissað í kross alveg sjálfur.
Ingvar Valgeirsson, 17.9.2008 kl. 17:08
það er góð hugmynd.. ætli það sé hægt að gera það með aðgerð..?
Guðríður Pétursdóttir, 17.9.2008 kl. 17:14
Ja, svei mér, hér eru umræður ekki bara á kristilegum grunni, (eins og alltaf, þarf nú varla að taka það fram) heldur líka í KROSS!
Í guðs friði!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 22:10
skemmtilega skýr ungur strákur....
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 17.9.2008 kl. 22:21
Geðveikt! Hahahahahaha!
Heimir Eyvindarson, 18.9.2008 kl. 00:02
Ég, Helga og mamma ykkar stefnum hægt og bítandi að heimsyfirráðum...
Ragna Björg (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:46
Ansi þykir mér púkinn skarpur...
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 18.9.2008 kl. 12:12
Allt í einu kviknaði á perunni... Er Miðju-Sveppur litla rassgatið sem ég fékk í fangið í heimsókn hjá ykkur hjónum þegar hann var svo glænýr að hann var næstum ennþá með verðmerkingunni á? Tíminn flýgur maður...
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 18.9.2008 kl. 12:16
Jú, það stemmir. Það var örugglega þegar við bjuggum í Bólstaðarhlíðinni og hann var alveg splunku. Hefur greinilega eitthvað lært síðan.
Ingvar Valgeirsson, 18.9.2008 kl. 13:00
Vel að orði komist hjá stráksa -
hann hefði alveg getað sagt eitthvað annað....eins og t.d. "faðir sæll, í ljósi óróleika á fjáramálamörkuðum og fallandi gengi krónunnar þá krefst ég þess að fá vasapeninga í evrum"
HK
Hans (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 07:05
já ingvar minn, oft fall eplin langt frá trénu..
Diljá Sævarsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.