Hluturinn

þessa frétt, nokkurra daga gamla, á dv.is. Þar segir að endurgerð hrollvekjunnar The Thing sé í bígerð og að það hafi verið John Carpender sem gerði upphaflegu útgáfuna.

Það væri ágætt ef þeir sem skrifa um bíómyndir í fjölmiðla hérlendis vissu ögn meira um bíómyndir. The Thing er nebblega alls ekki upprunalega útgáfan. Orgínallinn hét The Thing from another World (yfirleitt kölluð The Thing), var gerð árið 1951 og leikstýrt af Christian Nyby. Bráðskemmtileg. Carpender lét parta úr gömlu útgáfunni sjást á sjónvarpsskjá í Halloween (gæti hafa verið Halloween 2, minnir að það hafi verið 1) fáum árum áður en hann endurgerði hana.

                                    Image:Thethingfromanotherworld.jpg

Gamla Thing, og þar af leiðandi The Thing líka, eru byggðar á bókinni Who Goes There? eftir John Campbell, sem skrifaði bókina undir dulnefninu Don Stuart.

Að öðru - Miðju-Sveppur á sér nýjan uppáhaldssöngvara í dag. Það er hann Einar Ágúst, sem einmitt kom færandi hendi heim í gær og færði Svepp vel ríflega tveggja metra hátt og hálfs annars metra breitt plaggat af Heath Ledger í hlutverki Jókersins. Við hengdum það upp í herbergi Stóra-Svepps þar sem dvd-hillurnar áttu að fara.

Því hendi ég hér inn gömlu Eurovision-lagi með áðurnefndum söngvara, hvar hann syngur á móti dóttur Gústa í Ríó:

Sýndi Svepp þetta og hann spurði hvort Kústurinn væri að fara út að grilla...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diljá Sævarsdóttir

we´ll be together! all the time.... ohh svo æðislega cheesy... að það skyldi hafa verið í tísku að karlmenn væru í pilsum mun ég aldrei skilja.. nema kanski í skotlandi.

en já.. ég hef nú bara ekki séð the thing, er mig minnir... en já annars er ég alveg game i fréttamanns veiðar 

Diljá Sævarsdóttir, 20.9.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband