19.9.2008 | 11:31
Svekk
Líklega er fátt meira svekkjandi fyrir unga og upprennandi leikara en að vera klipptir út úr mynd, sérstaklega að vera klipptur út úr stórmynd í upphafi ferilsins. Nokkrir hafa þó lent í þessu.
Viggo Mortensen var aðeins búinn að leika eitt smáhlutverk í Witness og annað smáhlutverk í einhverjum sjónvarpsþætti þegar hann fékk eilítið hlutverk í mynd Woody Allen, Purple Rose of Cairo. Hann lék leikara sem var að leika Jesú án þess að hafa hugmynd um hvaða maður það var. Viggo var að vonum ánægðu með partinn og taldi þetta vera hina mestu lyftistöng fyrir ferilinn, alveg þangað til að hann komst að því að hann var klipptur út. Allur. Hver einasta sekúnda.
En eins og ein ágæt kona sagði - "minn tími mun koma" - og það kom að því tæpum tveimur áratugum seinna að Viggo varð stórstjarna eftir að hafa leikið í Hringadróttinssögu. Hann reyndar ætlaði alls ekki að leika í myndunum, en lét það eftir syni sínum, sem er víst mikill aðdáandi bókanna (og væntalega núna myndanna líka).
Woody Allen klippti líka Liv Tyler út úr einhverri mynd við litla hrifningu leikkonunnar, sem hafði hafnað miklu betur borguðu djobbi til að fá að vera í Allen-mynd.
Kevin Kostner hafði leikið smáhlutverk í örfáum myndum þegar hann landaði hlutverki í The Big Chill. Hann stóð sig að eigin sögn feykivel, en vegna breytinga á sögu endaði öll hans frammistaða á gólfi klippiherbegisins. Leikstjórinn, Lawrence Kasdan, bætti honum það fáum árum seinna með því að ráða hann í stórt hlutverk í vestranum Silverado. Seinna lék svo Kostner Hróa Hött sem talaði með kalifornískum hreim...
The Thin Red Line eftir Terrence Malick setur samt eflaust einhverskonar met. Bill Pullman, Mickey Rourke, Gary Oldman, Lukas Haas og áðurnefndur vinur minn, Viggo Mortensen - allir klipptir út í heild sinni. Myndin var í upphafi einhverjir sex tímar, en var stytt niður í ásættanlega lengd með þessum fórnarkostnaði. Leikstjórinn hafði enda ekki gert mynd í ein tuttugu ár og vildi hafa allt akkúrat samkvæmt sínu höfði og því fór sem fór.
Mickey Rourke, sem hélt að hann væri búinn að stimpla sig rækilega inn aftur með stjörnuleik, varð rétt vel ríflega alveg brjálaður. Hlutverk hans var víst leyniskytta sem var búin með skotfærin og var ekki hress með það. Hann þurfti að bíða nokkur ár enn þar til hann komst aftur í sviðsljósið í hlutverki Marv í Sin City - hafði reyndar farið á kostum árið 2000 í Animal Factory, en það sá hana eiginlega enginn þó hún væri stórgóð.
Eníhjú, ég er víst að leika fyrir almennti óreglu á efri hæð Dubliner í kvöld ásamt Tryggva litla trúbadúr. Við verðum bara tveir að þessu sinni, enda alveg nógu góðir. Sé stuð.
Að lokum - sumir virðast halda að ég sé ekkert fyrir sígilda tónlist, en það er alls ekki rétt. ÞVí set ég hér inn brot úr verki eftir Bitófen.
Flytjandann þekkja nú allir, en hann hefur getið sér gott orð í raunvísindageiranum.
Athugasemdir
trúi því ekki að mikki rork hafi verið brjálaður. hann hefur alltaf verið í jafnvægi... vona að þú hafir lesið snilldarfærlsu tóta sem ég vísaði í um daginn um, já einmitt, mikka kallinn.
þetta vidjó er farkíng snilld en því miður gat ég ekki leyft mér að njóta fallegra gítartóna þinna í kvöld, nú eða nótt. pabbahelgi sko og bara hammari og duvd.
arnar valgeirsson, 20.9.2008 kl. 01:54
Kúl..
Gulli litli, 20.9.2008 kl. 06:57
Mikki er náttlega fullkomlega í lagi...
Láttu ekki pabbahelgina stoppa þig í útferð, þessi börn þín eru löngu orðin nógu stór til að sjá um sig sjálf. Láttu Svepp bara skutla þér í bæinn og lána þér vísakortið sitt svo þú komist á fyllerí.
Ingvar Valgeirsson, 20.9.2008 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.