24.9.2008 | 11:20
Getraunin óráðin enn...
Enginn kominn með rétt svar við bíógetrauninni ennþá. Því eru hér vísbendingar:
Í einni mynd barðist leikarinn við geimverur, hann hefur leikið á móti Harrison Ford, hann lék karakter sem átti eilítil samskipti við Indiana Jones - hann á það líka sameiginlegt með Harrison Ford að hafa verið klipptur í heild sinni út úr bíómynd (Ford var snyrtilega sniðinn út úr E.T. á sínum tíma).
Jæja - hver er kallinn?
Annars, talandi um leikara, sem eru klipptir út úr bíó - vissuði að Jack Black lék í True Romance? Öll hans frammistaða í heild sinni endaði á gólfi klippiherbergisins. Bömmer. Ashley Judd var líka í myndinni og klippt á brott, en hana má þó finna sem aukaefni á disk.
Talandi um Jack Black, þá virðist einhver vilja að hann leiki mörgæs:
Athugasemdir
hetta er Russell Crowe!
Brynhildur (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:13
Setjum nálgunarbann á Jósa svo getraunir Ingvars getir verið í auðveldari kantinum :)
Brynhildur (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:22
Ekki Russell Crowe. Sorrí.
Ingvar Valgeirsson, 24.9.2008 kl. 15:03
er þetta tommy lee jones?
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 24.9.2008 kl. 15:14
Kannski Viggo Mortensen.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:59
Onei... híhíhíhíhíhí.
Ingvar Valgeirsson, 24.9.2008 kl. 18:57
shia lebouf
Diljá Sævarsdóttir, 25.9.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.