24.9.2008 | 19:49
Bíógetraunin að vefjast fyrir mönnum
Jæja, enginn búinn að svara rétt í bíógetrauninni. Því er spurning um að skjóta fram vísbendingum:
Eins og áður sagði lék okkar maður í mynd eftir sjálfan Woody Allen. Það er ekki eini suddafíni leikstjórinn sem stýrt hefur okkar manni, til dæmis lék hann undir stjórn sjálfs Steven Spielberg og fleiri stórlaxa.
Strax í sinni annari bíómynd (hafði reyndar leikið í sárafáum sjónvarpsþáttum líka) má segja að hann hafi slegið í gegn. Leikstjóri þeirrar myndar var nú enginn aukvisi svosem, þó hann sé ögn minna þekktur en Spielberg og Allen. Í þeirri mynd lék hann karakterinn sem má segja að allt hafi snúist um.
Hann á tvo bræður sem báðir eru tónlistarmenn.
Hann hefur leikið eyðnisjúkling og var tilnefndur til verðlauna fyrir vikið. Tapaði samt.
Meira á morgun ef þið getið þetta ekki.
Athugasemdir
ertu að tala um tom hanks ha? vaddla
arnar valgeirsson, 24.9.2008 kl. 20:15
hann var góður í sjóaramyndinni sem fjallaði um kvótasvindl, "dragnet" en þetta er ekki hann. viss og sjitt. huxa málið betur.
arnar valgeirsson, 24.9.2008 kl. 20:21
Ekki Tom Hanks. Enda tapar hann ekki þegar hann er tilnefndur til verðlauna.
Ingvar Valgeirsson, 24.9.2008 kl. 20:35
Og hefur aldrei leikið í Woody Allen-mynd.
Ingvar Valgeirsson, 24.9.2008 kl. 20:36
peter coyote?
greg kinnear???? vaddla þó
arnar valgeirsson, 24.9.2008 kl. 21:43
william hurt......
arnar valgeirsson, 24.9.2008 kl. 21:55
Segi það sama og Addi bró , Willi Hurt
Vidar (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:13
ég segi keeanu reeves eða hvernig sem það er skirfað
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 24.9.2008 kl. 23:06
Neeeeeei.
Ingvar Valgeirsson, 24.9.2008 kl. 23:33
kevin bacon
pétur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 00:26
Lenti inná bloggið á flakki og varð að koma með gisk í getraunina. Mitt gisk er Jeremy Irons
Sigrún Jóna Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:49
Þið eruð öll vaðandi í villu.
Ingvar Valgeirsson, 25.9.2008 kl. 10:03
verð að biðja þig að afsaka Ingvar minn, man yfirleitt ekki hvað myndirnar heita sem ég horfi á, ekki einu sinni meðan ég er að horfa á þær.
sandkassi (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:15
gary oldman
Diljá Sævarsdóttir, 25.9.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.