25.9.2008 | 11:42
Bíógetraunin góða - sá sem spurt er um...
... heitir ekki Russell Crowe, Tom Hanks, Peter Coyote, Greg Kinnear, William Hurt, Keanu Reeves, Kevin Bacon, Jeremy Irons, Tommy Lee Jones, Viggo Mortensen, Shia Lebouf, Robert Downey jr., Kevin Spacey, John Cusack, Robert DeNiro, Billy Bob Thorton, Adam Sandler, Gary Sinise, Gabriel Byrne, Bruce Willis, Micheal Douglas, Gary Oldman eða Siggi Sigurjóns.
Hann hefur hinsvegar leikið á móti nokkrum þessara manna, sumum oftar en einu sinni. Hann hefur meira að segja leikið son eins þeirra.
Svo er ég að spila á Döbb í kvöld einn og sér og svo með hljómsveitinni minni um helgina á efri hæðinni. Reikna með að vera hress.
NB - varið ykkur á jarðsprengjunum. Það gætu leynst gildrur í vísbendingunum.
Athugasemdir
ja þá stend ég á gati...
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 25.9.2008 kl. 12:35
Ég veit ekkert um bíómyndir en afhverju erum við að hengja okkur í karlkyns leikara? Við vitum öll að Ingvar er aggresífur kvenréttindasinni og ég held að hann sé bara að plata með að tönglast á orðinu "leikari"
Ég giska á Sigorney Weaver.
Loftur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:49
Já!!!!! Britney.......
Ágúst Böðvarsson, 25.9.2008 kl. 16:10
ja...., eða Lindsey les....
Ágúst Böðvarsson, 25.9.2008 kl. 16:10
N'ujá, gæti passað ef önnur hvor þeirra eða kannski báðar hafi leikið son!?
Og að þær eigi bræður í tónlist!?
Magnús Geir Guðmundsson, 25.9.2008 kl. 16:41
leonardo di caprio var sonur de niros. veit ekki til að bræður hans séu tónlistarmenn en það veit sosum enginn heldur að bróðir minn er tónlistarmaður.....
arnar valgeirsson, 25.9.2008 kl. 16:51
Veit ekki til þess að Lindsay Lohan (er komin að sjúga í sig snjóinn), Britney né Sigourney hafi leikið syni einhvers.
Sá sem spurt er um er ekki Leonardo DiCaprio.
Ég á tvo bræður sem reyndu að verða tónlistarmenn, en voru með of lítil typpi.
Ingvar Valgeirsson, 25.9.2008 kl. 17:34
alfred molina
Diljá Sævarsdóttir, 25.9.2008 kl. 17:56
Ekki Alfred - ég man samt núna að hann lék í Indiana Jones. Fékk grindverk gegnum hausinn.
Ingvar Valgeirsson, 25.9.2008 kl. 18:18
já og það var önnur myndin sem hann lék í
Diljá Sævarsdóttir, 25.9.2008 kl. 18:28
river phoenix
Diljá Sævarsdóttir, 25.9.2008 kl. 18:29
Onei... hann hitti ekki Indiana Jones, hann var Indiana Jones! Ekki hann.
Ingvar Valgeirsson, 25.9.2008 kl. 18:39
Dan Akroyd
pétur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:48
Neeeeeei.
Ingvar Valgeirsson, 25.9.2008 kl. 20:00
Heyrðu, er hann kannski sonur einvhers nefnds leikara í alvöru, svona eins og Kirk og Michael Douglas?
og bræðurnir eru kannski ekkert frægir tónlistarmenn?
Það brakar í heilanum á mér!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.9.2008 kl. 20:12
Bræður hans eru ekki frægir hérlendis og hann er ekki sonur frægs leikara. ann hefur bara leikið son eins af ofannefndum.
Ingvar Valgeirsson, 25.9.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.