Skinkuorgelið vann!!!!!

Haukur Skinkuorgel vann bíógetraunina að þessu sinni. Er óhætt að segja að hún hafi verið með erfiðara móti og því á Haukur heiður skilinn, jafnvel stóran bjór, fyrir vikið.

Hér er leikarinn, sem spurt var um, á krítískum tímapunkti á sínum ferli, rétt áður en hann sér Danny Glover skera starfsfélaga sinn á háls:

Þetta er Lukas Daniel Haas, sem lék á móti Harrison Ford í bíómyndinni Witness. Fór þar með hlutverk Amish-drengsins Samuel Lapp og skyggði allverulega á sér frægari leikara. Það var hans önnur bíómynd - og fyrsta myndin sem Viggo Mortensen lék í. Seinna lék Lúkas í Young Indiana Jones Chronicles-þætti (vísbendingagildra) og undir stjórn Spielbergs í Amazing Stories-þætti. Hann lék son Bruce Willis í Breakfast of Champions og átti einmitt einhverja músík í þeirri mynd líka. Lék reyndar seinna í Alpha Dog, hvar Willis lék hlutverk líka. Viðurstyggilega góð mynd þar á ferð.

Svo barðist hann við geimverur í Mars Attacks! hvar hann hafði sigur og fór með part í dans og söngvamynd Woody Allen, Everyone says I love You. Svo lék hann í nokkrum 24-þáttum og ég veit ekki hvað og hvað. Hefur komið verulega víða við. Hér er t.d. glyðran úr Mask hangandi utan í honum:

Til lukku, Haukur. Skal bjóða þér upp á svellkaldan ef ég hitti þig á öldurhúsi í náinni framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það skyggði nú engin, ekki einu sinni þessi stra´kskratti þinn á fröken Kelly McGills Ingvar! Umdeilanleg leikkona víst, en fegurðin var og er sjálfsagt enn óumdeilanleg!En þú verður nú að klára útsýringadæmið alveg, hverjir eru t.d. þessir bræður hans sem frægir eru í músík í heimalandinu og hvurslags músík er um að ræða?

Fjósajósi gáfnaljós hefur það eflaust svo gott í Valhöll, en ég efast um að hann hafi náð þessu samt.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Magnús minn, þú tókst bara eftir henni af því það sást í bobbana á henni í myndinni.

Strákurinn stal senunni og ef þér finnst annað hefurðu bara rangt fyrir þér.

Bræður hans heita Nikolai og Simon. Þeir eru ekkert frægir, enda sagði ég það aldrei. Veit ekkert um þeirra músík, en Lúkas er með mæspeis-síðu, hvar heyra má tóndæmi.

Ingvar Valgeirsson, 26.9.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ahh, eitt er að stela senunni, annað að skyggja hreinlega á. Þín orð og ályktun um barmsýningu fallegu konunnar, en slík aafhjúpun nektar er nú ekki nauðsynleg til að skynja fegurðina og það veistu nú mætavel kvæntur vel maðurinn!

Þú gafst það nú víst í skyn elsku karlinn minn að þeir væru frægir, en ekki hérlendis. VAr því bara forvitin auk þess sem þetta var jú eitthvað sem átti að heita vísbending ekki satt!?

En spilaðu nú eins og fífl um helgina og sem þú hefðir verið í sjálfum Spilafíflum!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eitt er að gefa í skyn, annað að segja berum orðum - þú varst varaður við að í vísbendingunum leyndust gildrur. Óþarfi að fara að grenja...

:)

Ingvar Valgeirsson, 26.9.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Diljá Sævarsdóttir

ég vissi það! manstu þegar ég spurði þig, að þó svo hann hefði hitt indiana jones hefði hann ekki endilega leikið í myndunum,  i knew it!!! you sneaky bastard! anywho.. ég er annars bara góð... leiðist pínu og er soldið innantóm.. þú skuldar mér knús!

Diljá Sævarsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Helvítis!

Heimir Eyvindarson, 28.9.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband