Tuð og stuð

Það getur svo sem vel verið að þetta sé bloggsíða, en við bumbu sjálfs Einars Bárðarsonar - ekki séns að ég fari að tjá mig um bankakaup Ríkisins. Það er nóg að vælandi besservisserum sem sjá um það.

Annars mætti ég á nýjan stað í vinnuna í morgun. Hljóðfærahúsið og Tónabúðin hafa nebblega sameinast í Síðumúlanum og erum við að sjálfsögðu langflottastir og langstærstir. Verst að ég þarf nún að læra á eitthvað tölvukerfi, strikamerkingar og læti. Vonandi verð ég búinn að ná þokkalegum tökum á því fyrir þarnæstu páska.

Ég er sumsé offissjallí orðinn Fender-sölumaður. Gaman að því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar næstu páska? Ertu þá að meina árið 2010?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: arnar valgeirsson

langflottastir. eftirsjá af skipholtinu en við segjum til hamingju enn sem komið er.

arnar valgeirsson, 29.9.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Gulli litli

Til hamingju með það..

Gulli litli, 29.9.2008 kl. 17:06

4 identicon

Þarf ég sem sagt að hitta þig þegar ég kaupi þann þriðja?

og eitt enn,,,,,,,,,,, fór þetta fyrir Samkeppnisráð?

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já, láttu okkur um bankamálin Ingvar - Þú hefur ekki Reykás-hæfileika í það.

Til hamingju með nýja staðinn. Hver á þá sameinaða fyrirtækið? 

Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 22:01

6 Smámynd: Diljá Sævarsdóttir

corporate sellout

Diljá Sævarsdóttir, 29.9.2008 kl. 22:55

7 identicon

Það er einhver meiri reisn yfir þér á nýja staðnum... kannski er það stafræna afgreiðslukerfið?!?!?  Ég veit það ekki...

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:52

8 Smámynd: Gauti

Ég veit ekki hvort mér finnst þetta jákvætt . . held bara ekki . . Þér er auðvitað ekki stætt á öðru en að tala jákvætt um nýja vinnustaðinn. Þjónusta var sosum það sem vantaði í hljóðfærahúsið . . ég kem og dæmi um þetta seinna í mánuðinum . . til hamingju . .vonandi. 

Gauti, 30.9.2008 kl. 18:56

9 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ja þú segir aldeilis fréttir lagsmaður! Voru þá ekki snittur og eitthvað?

Heimir Eyvindarson, 30.9.2008 kl. 19:01

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Heimir- nei, engar snittur. En ef þú kemur skal ég bjóða þér í búrger í Aktu taktlaus, sem er þarna rétt hjá.

Günter - ert´að koma heim? Jibbí! Vittu bara til, þetta verður fínt.

Ingvar Valgeirsson, 30.9.2008 kl. 21:04

11 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Var einmitt hugsað til þín um daginn. Fór allt staffið yfir? Þetta minnkar hjá mér hljóðfærabúðarúntinn þegar ég kem til borgarinnar. Nú er það Tónahúsið, Tónastöðin, Rín...........Gítarinn ef maður á leið hjá. Það er samt alltaf jafn fyndið að koma í Gítarinn.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband