12.10.2008 | 10:27
Allir saman nú!
Menn hafa hvatt okkur landsmenn til samstöðu nú á þessum síðust og verstu (því miður hefur þetta "síðustu og verstu" aldrei hljómað jafnrétt einhvernvegin). Það er jú nauðsyn að menn standi saman og láti í það skína að við Frónbúar séum familía og kunnum að styðja hver við annars bak í staðinn fyrir að stinga í það.
Ég ákvað að láta ekki mitt eftir liggja. Brá mér í búðina í gær að versla inn og reyndi eftir megni að hafa það íslenskt, því ekki viljum við auka á viðskiptahallann. Þrátt fyrir eindregin tilmæli Miðju-Svepps var ekkert Snickers eða Twix á nammidaginn, bara Lindubuff, Appollólakkrís og Kjöris með Lindu ískexi. Erlendar kjúklingabringur voru látnar óhreyfðar og íslenskt hænsn valið frekar, enda miklu betra. Vatn með klaka, nú kallað kreppugos, drukkið með. Gos er fullt af innfluttum efnum og því gott að spara aðeins við sig í því.
Jú, og ef reykingamenn voru að spá í að hætta er tíminn núna. Strax. Óreglumenn snúa sér að íslensku brennivíni, sem er jú alltaf eðaldrykkur, tindavodka og innlendu öli. Léttvínin verða bara að sitja hjá um tíma. Þeir sem gefnir eru fyrir ólyfjan ættu að rækta hana sjálfir, óþarft að flytja þetta inn.
Jólin verða væntanlega líkari því sem þau voru í gamla daga, bækur og geisladiskar í stað heimabíókerfa og utanlandsferða. Enda eru utanlandsferðir big nónó núna, húrrandi sóun á erlendum gjaldeyri, bull og heimskulegt bruðl. Fólk á gömlum bílum verður væntanlega ímynd skynseminnar, nægjusamt fólk sem ekki þarf að bæta upp lélega sjálfsmynd með flunkunýjum múltímilljóna jeppa eða álíka. Þyrlupallar fást ódýrt, jafnvel bara gegn yfirtöku á myntkörfuláni.
Ég er samt ekki alveg viss - er ég búinn að skrúfa aðeins of mikið frá jákvæðninni eða var Spaugstofan bara góð í gær? Svo strax eftir Spaugstofuna kom skemmtiþáttur Ragnhildar Steinunnar. Hún hafði lofað að reyna að hafa þáttinn eins skemmtilegan og hún gæti til að létta mönnum lundina. Sá strax í upphafi að hún reyndi eftir megni að standa við það - hef aldrei séð hana í svona stuttu pilsi. Er nokkuð viss um að margir hafa steingleymt öllum sínum vandræðum nokkur augnablik...
Aðalgestur þáttarins var Björn Jörundur. Hann söng "komandi tíð mun verða hörð en bærileg".
Athugasemdir
hef ávalt reynt að velja íslenskt,,tekst stundum, stundum ekki, nenni ekki að hlusta lengur á þetta tal um kreppu þetta fer bara eins og það fer og það er ekkert sem við getum gert í þeirri stöðu sem landinn er búinn að koma sér í. Ekki ætla þessir menn að lækka vexti hjá mér,,ekki tók ég myntu lán á bíl eða hús. Svo það er sagt við okkur sem tókum ekki þátt í þessu góðæri,,haldið kjafti og borgið fyrir okkur.
Guffi Árna, 12.10.2008 kl. 10:58
Svo vil ég benda á að ef þú keyptir hlut í banka fyrir 100.000 og hann var búinn að hækka upp í 500.000, þá tapaðir þú ekki 500.000 heldur 100.000 við skulum hafa það í huga.
Guffi Árna, 12.10.2008 kl. 11:01
Ég tek þátt í að hjálpa,,,,,, Ég flyt inn gjaldeyri,,,,,,,, og eyði honum hjá þér
Ingvar,,,takk fyrir að selja mér Garrisoninn
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:04
Þráinn, þú ert deffinettlí partur af lausninni - flytur inn gjaldeyri. Garrisoninn er jú schnilld, gott að hann fór á gott heimili.
Guffi, það hefði verið betra að eyða peningunum í bjór. Þá ætti maður allavega glerið eða dósirnar og gæti selt...
Ingvar Valgeirsson, 12.10.2008 kl. 14:22
Þú hljómar eins og landsfaðir..
Gulli litli, 12.10.2008 kl. 15:50
Það er langt síðan ég benti fólki á það að Ingvar ætti að bjóða sig fram til forseta 8-D
Kúzturinn (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:00
Forseti smorseti - ég vil verða einræðisherra!
Ingvar Valgeirsson, 12.10.2008 kl. 18:56
Ég ætla allavega að byrja á því að fara ekki í Krepputorg....þótt ég búi í Grafarvogi!!
Olga Orgel (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:11
Æ, þú yrðir ósköp LÍTILL forseti eða einræðisherra Ingvar minn!
En svona okkar á milli, eru leggirnir á RS fallegir og sást eitthvað undir pilsið!?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 01:06
Ef þú verður einræðisherra - reddar þú mér ekki góðu jobbi?
Hans (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:09
Magnús, já ég væri lítill einræðisherra. Eins og Hitler og fleiri góðir menn. Ef ég man rétt erum við samt sviðaðir að smæð. En leggirnir fengu marga til að gleyma ástandinu. Fallega gert hjá þessari gullfallegu stúlku að gefa sig svona í hlutverkið og ætti hún Fálkaorðu skilda ef það væri ekki orðið verðlaust krapp.
Hans - þú værir prýðilegur þar sem þú ert - sendiherra í hinu dásamlega Kínverska alþýðulýðveldi. Eða ef þú vilt koma heim vantar alltaf góðan varnarmálaráðherra. Jafnvel yfirmann jafnréttismála, en í þeim nefndum og ráðum sem undir það heyra yrðu sko engar kerlingar!
Ingvar Valgeirsson, 13.10.2008 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.