12.10.2008 | 19:38
Kapítalisminn, krónan og allt það
Óttalega mikið talað um kapítalismann í dag. Sigmundur Ernir er að tala við Jóhönnu í sjónvarpinu og talar um andlát, kistulagningu og útför kapítalsimans vegna ástandsins. Reyndar er hann greinilega býsna lunkinn við að fá Jóhönnu Sig til að segja nákvæmlega það sem hann vill að hún segi.
Byrjaði þetta ekki allt saman með ríkisábyrgðum í Bandaríkjunum? Ef ég skil þetta rétt féll fyrsti dómínókubburinn vegna þess að menn gátu ekki borgað lán með ríkisábyrgð, fengu of mikið lánað því lánadrottnunum var alveg sama, þetta var hvort eð er allt með ríkisábyrgð - lítill kapítalismi í því.
Einhver kallaði svona lagað pilsfaldskapítalisma - þ.e. menn haga sér eins og gallharðir kapítalistar svo lengi sem einhver annar getur tekið af þeim skellinn ef illa fer. Gróðinn er einkavæddur, tapið ríkisrekið. Það er æði langt frá því að vera kapítalismi.
Þó er það jú svo að æði margir kapítalistar sök í málinu. Miðjumenn líka svo sem. Reyndar við öll. Öll innfluttu plasmasjónvörpin, jepparnir, heilsudýnurnar, kristalsglösin, fartölvurnar og gemsarnir hjálpuðu ekki til.
Hinsvegar - ef allt er hrunið og við þurfum að byrja upp á nýtt... væri þá ekki ráð að afnema verðtryggingu lána? Fyrst mestöll lán eru komin á ríkið, er þá ekki málið að setja vertrygginguna upp á hillu og þá vaxtabæturnar með? Myndi það ekki til lengri tíma laga gengi krónunnar og vinna gegn verðbólgu? Hefur verðtrygging ekki haft verðbólguhvetjandi áhrif gegnum tíðina?
Er einhver að lesa þetta sem kann á því skil og gæti frætt mig um málið? Litla verslunardrenginn þyrstir í að vita eitthvað um málið.
Athugasemdir
Öss, ætlaði að monta mig í kvikmyndagetraunafærslunni en það var of seint
Haukur Viðar, 12.10.2008 kl. 22:13
það er nú samt þannig að gróðinn er einkavæddur og tapið ríkisrekið, væni minn. pjúra kapítalismi. kapítalismi sem þú hefur stutt fram í rauðan. já ég sagði rauðan.
en ég styð þig í því að afnema verðtryggingu og þá þurfa engar vaxtabætur að vera, eðli málsins samkvæmt. þetta er að verða nógu andskoti erfitt samt.
þar sem þú ert nú bara barn, og hefur aldrei munað neitt hvortsemer, nema örfá atriði þegar ég var að pína þig, þá get ég sagt þér að ég man eftir því þegar foreldrar þínir, og reyndar mínir sko, voru að kaupa íbúð og verðbólgan var eitthvað dúbíus há, minnir bara svona eins og hundraðfokkíngprósent..
fólk bara hló, þetta var svo stúpid. en þetta lagaðist hægt og rólega og gerir það eflaust, en nú erum við bara í svo farkíng djúpum skít - eftir kapítalistana, btw - að þetta lán sem við erum að rembast við að fá, verður skilmálum háð. sem eru t.d:
einkavæðingardúdarnir sem ráða taka yfir efnahaginn og hér verður hver spræna virkjuð, heilsustofnanir, skólar og allt sem hægt er einkavætt og á endanum verður allt í miklu meira fokki en það hefur nokkurn tíma verið. því er nú verr og miður og ég lít svo sannarlega ekki björtum augum á framtíð þessa illa stýrða lands.
nema auðvitað að rússarnir láni okkur þessa skrilljarða...
arnar valgeirsson, 12.10.2008 kl. 22:59
Notum tækifærið og lækkum tekjuskattinn og vextina allavega. Getum við óvitarnir ekki allavega verið sammála um það?
Heimir Eyvindarson, 13.10.2008 kl. 01:20
Mér skilst að verðtrygging sé verðbólguhvetjandi, því hún tekur mið af verðbólgu, sem hækkar svo vegna verðtryggingarinnar. Það er sumsé vítahringur.
Sigurjón, 13.10.2008 kl. 01:24
Æ Ingvar, langar þig virkilega til að fræðast eitthvað um þetta?
Ég á nú að heita menntaður í verslunar- og viðskiptafræðum og með einvherja reynslu svo tengda þeirri menntun, en hef hin seinni ár af ýmsum ástæðum keppst við að gleyma þeirri visku sem ég meðtók þá. Gæti þó sett á einvherja tölu um verðtryggingu, vexti, hinar ýmsu vísitölur m.a. en nenni því ekki. Þó er rétt að benda á, að afnám verðtryggingar er ekki einfalt mál, því fleira er verðtryggt en bara lán og verðtryggingin virkar í báðar áttir.
Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 16:15
Magnús, lítið lærði maður nú um akkúrat þetta í VMA. Hinsvegar getur maður sagt sér, líkt og Sigurjón bendir á, að verðtrygging sé verðbólguhvetjandi og því gott að losna við hana. Mætti segja mér að krónan sem slík sé kannski ekki eins vitlaus og menn vilja vera láta, heldur hafi verðtryggingin haldið henni niðri um áratugi.
Jú, fleira er erðtryggt en lán, en þar sem þetta er mestallt komið á eina hendi núna er færi sem aldrei fyrr að afnema verðtrygginguna eða í það minnsta leita leiða til þess.
Heimir, lækkun tekjuskatts virðist ekki vitlausasta leiðin til að laga verðbólgu. Að sama skapi verður að hvetja fólk til að velja innlenda framleiðslu, því ekki viljum við að það sem almenningur sparar fari beint úr landi og sé eytt í plasmaskjái og mússójeppa. Hér þarf hugarfarsbreytingu.
Arnljótur, þú ert vel og kirfilega blindaður af roðanum í austri. Rússar mega elveg lána okkur þessa skrilljarða þó við þurfum að setja sál okkar sem tryggingu, við vorum hvort eð er ekki að nota hana. Virkjum svo Glerá, Eyjafjarðará og Djáknann á Myrká. Gott væri að virkja líka kjaftinn á Steingrími Joð, það gæti fært heilu kjördæmi raforku.
Og svo, bróðir sæll, er það ekki kapítalismi þegar gróðinn er einkavæddur og tapið ríkisvandamál. Ef þetta væri alvörukapítalismi væru eigendur banka ábyrgir fyrir þeim og þá væri staðan önnur. Er ansi hræddur um að einhverja eignir væru þá frystar hér, en ekki bara í Júkei. Svona ríkisafskiptamiðjumoðspilsfaldskapítalismaaulaháttur er uppfinning andskotans.
Ingvar Valgeirsson, 13.10.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.