18.10.2008 | 14:21
Kreppa schmeppa
Einhverjar þúsundir niðri í bæ að heimta að Davíð segi af sér ellegar verði rekinn. Talsvert fleiri en um daginnn, en þá sýndist mér á fréttunum það vera að stofni til sama fólkið og mótmælir öllu því sem mótmælt er - lauk svo mótmælunum með að syngja internassjónalinn, sem segir jú talsvert.
Sjálfur er ég ekkert fyrir svona mótmæli, en skal athuga málið þegar einhver skipuleggur kröfugöngu til höfuðs Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Sá sem sagði að allt væri í fína lagi með bankana og áður en maður gat sagt "fábjániogpabbiðinnlíka" voru þeir farnir á hausinn.
En það er miklu meira fútt í að mótmæla Davíð, enda veit enginn hvernig þessi Jónas lítur út. Hann vonast eflaust til að það haldist svoleiðis.
Eníhjú, nokkrar leiðir til sparnaðar og/eða gróða fyrir land og þjóð:
Leggja af listamannalaun - ef artisti þarf þau er það væntanlega vegna þess að enginn vlll kaupa list hans. Ef hann á hinn bóginn getur selt hana þarf hann væntanlega ekki listamannalaun. Eru t.d. Stebbi Hilmars og Rúnni Júl ekki fullfærir um að vinna fyrir sér?
Þjóðnýta amfetamínverksmiðjuna - einhversstaðar er til þessi fína skúta til að smygla ólyfjaninni til Bretaveldis og hafa þannig af þeim fé og eyðileggja þjóðfélagið innanfrá. Hlæja svo alla leið í bankann sem er farinn á hausinn og er að fara að bjóða upp húsið þitt.
Hætta við tónlistarhúsið - látum draslið standa þar sem það er sem minnisvarða um almenna vitleysu. Ef það þarf að klára það má kannski breyta því í skóla, dagheimili, elliheimili og annað gagnlegt sem of lítið er af. Ja, ellegar spilavíti, það ætti að laða að túrista sem hafa ekkert skárra að gera en að skilja pening eftir á klakanum.
Queerwaves - samkynhneygð tónlistarhátíð. Fyrst heilu gámarnir af erlendum hommum og lessum flykkjast á skerið á Gay Pride með tilheyrandi gjaldeyrisgróða er tilvalið að gera meira út á þennan markað. Ég tel reyndar talsverða hættu á að sú tónlist sem ríði rækjum þarna verði verulega langt frá mínum smekk, en einsogmérséekkisama. Páll Óskar þjóðnýttur í leiðinni.
Hætta að moka pening í fóbbolt og þessháttar stórhættulega vitleysu (nema þá náttúrulega ef við eigum að spila við Skotland hér heima). Er ekki hægt að nota þessa fóbboltavelli undir álver eða eitthvað?
Þjóðnýta Baltasar Kormák og láta hann gera fleiri myndir eftir bókum Arnaldar. Þetta virðist seljast úti í heimi. Spurning um að þjóðnýta Arnald í leiðinni, allavega tímabundið, af sömu ástæðum.
Segja upp forsetabílstjóranum - er Dorrit ekki örugglega með bílpróf? Segja svo Grísnum að spara bensín með því að hætta að keyra um allt á múltímilljónkróna eðalvagninum að trufla fólk í vinnunni daginn út og inn. Spurning um að skipta honum út og fá Hemma Gunn í staðinn? Eða Halla og Ladda?
Segja okkur úr Nato og fá Rússana til að setja upp herstöð hér á klakanum. Ætli þeir geti ekki notað gömlu herstöðina á Miðnesheiði - það væri skemmtilegt, Rússnesk herstöð smíðuð fyrir amerískt skattfé. Skólafólkið á svæðinu fær bara íbúðir í tónlistarhúsinu í staðinn og verður þjóðnýtt í leiðinni, sent til Póllands og látið vinna þar og senda launin heim.
Einhver með fleiri hugmyndir?
Athugasemdir
Af hverju ekki að efna til mótmæla fyrir utan breska sendiráðið vegna fasískrar framgöngu breskra stjórnvalda gagnvart Íslandi? Það er mun meiri ástæða til þess að gera það en að mótmæla fyrir utan Seðlabankann og syngja gamla kommúnistaslagara. Vissulega hefur Davíð ekki þá hagfræðimenntun sem til þarf til að gegna stöðu seðlabankastjóra og hann hefur eins og aðrir stjórnendur Seðlabankans gert ýmis mistök en því fer fjærri að hann sé aðalvandamálið sem við er að glíma. Aðaltjónið sem við höfum orðið fyrir bæði hér heima og úti í heimi er vegna glæpsamlegra aðgerða breskra stjórnvalda í garð okkar og er ég þar með ekki að draga úr ábyrgð íslenskra stjórnvalda, stjórnmálamanna úr öllum flokkum, fjárglæfrasinnaðra útrásarvíkinga og ýmissa annarra viðskiptamanna, eftirlitsstofnana og umfram allt stjórnenda bankanna. Hvað NATO varðar þá er það einn af nokkrum vettvangum sem ástæða er til að nýta í baráttunni fyrir málstað Íslands. Miðað við aðstæður held ég að Geir Haarde hafi tekið tiltölulega skynsamlega á málunum undanfarið en það mun allt verða krufið til mergjar síðar meir. Sennilega verður bankahrunið hér á landi sá atburður sem mest verður rannsakaður í sögu landsins þegar fram í sækir.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:11
Mótmæli schmótmæli - þeim væri líklegast skítsama, en þó mætti látta á það reyna.
Ég held reyndar að Geir komi til með að standa sig í stykkinu í þessu máli með Bretana þegar fram í sækir. Hann passar sig og gerir ekkert nema að vandlega athuguðu máli hef ég trú á. Það verður að passa sig og fara varlega - eins gott að Steingrímur Joð er ekki utanríkis eða forsætisráðherra...
Ingvar Valgeirsson, 18.10.2008 kl. 16:22
Mikið lætur þú nú hugan reika á laugardegi Ingvar minn!?
ÉG gæti nú trúað með þennan Jónas Fr. að hann hafi nú bara sagt það sama og hann Geir sem þú hefur svona mikla ´trú á, gerði örfáum dögum áður en "ballið byrjaði", að hér væri engin kreppa, sem frægt varð! En ég gæti trúað að þú yrðir samt enn áfjáðari í að fara í mótmælagöngu gegn J. Fr. er þú heyrir að karl faðir hans er engin annar en Jón magnússon í FF!(ekki veit ég betur!)
Hvað segirðu um að leggja niður One Little Indian og flytja til Íslands, því við eigum auðvitað að þjóðnýta Björk!?
Hún er nú einu sinni þessi útgáfa fyrst og síðast, hún stofnuð í kringum Björkina!
En leiðinleg alltaf þessi andúð þín á forsetanum og uppnefnisáráttan, þér og oftast nær fólki sem kýs D, til ítils sóma, lyktar alltaf að öfund vegna þess að ekki hefur tekist að knésetja hann eða niðurlægja eins og DO greyið var alltaf að reyna og notaði m.a. neðanbeltiseymdarbrögð eins og að blanda dóttur hans í spilið!
Skemmir fyrir skemmtanagildi hinna hugmyndanna með þessu!
En mikið held ég að þú hafir glatt ónefndan bróður með að bjóða hjartanlega velkomin herveldið úr austri, ja mikil ósköp haha!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 21:27
Það má segja að á síðustu og verstu tímum þá eru öll ráð dýr....
Var einmitt að velta því fyrir mér að Íslendingar eru nokkuð duglegir að svíkja undan skatti - við fórum nú frá Noregi vegna þess að við vildum ekki borga skatta þar. Er ekki hægt að gera þetta að útflutningsgrein? Flytja fullt af íslenskum til t.d. Bretlands, skrá þar fyrirtæki og svíkja síðan grimmt undan skatti og senda peninginn heim? Næðum örugglega öllum Icesave tilbaka og vel það.
Með mótmæli og svoleiðis - hlustar enginnn á okkur - það er bara hlustað á þjóðir sem eiga kjarnavopn....legg til að landhelgisgæslan komi sér upp svoleiðis - þá fyrst verður hlustað á okkur......hef þegar nokkur lönd í huga sem mætti bomba......
HK
Hans (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 08:46
Magnús minn - "En ég gæti trúað að þú yrðir samt enn áfjáðari í að fara í mótmælagöngu gegn J. Fr. er þú heyrir að karl faðir hans er engin annar en Jón magnússon í FF!" - Auðvitað veit ég hver pabbi hans er, hvað hélstu að ég meinti með ""fábjániogpabbiðinnlíka"?
En annars er ljótt a dæma fólk eftir foreldrum þeirra, sumum tekst að klúðra málum alvg án afskipta foreldra sinna - jú og sumt alveg prýðisfólk á fullkomlega óviðunandi foreldra sem hefðu átt að fara í bræðslu.
Varðandi uppnefnisáráttuna - ég efast um að ég sé sá fyrsti til að skjóta þessu uppnefni á kallinn. Svo eru nú ekki alveg allir neitt húrrandi glaðir með klappstýruhlutverk hans í útrásinni, svo hann á eftir að fá sinn part af gagnrýni frá almenningi.
Jú, og síðan hvenær var One Little Indian stofnuð kringum Björk? One Little Indian hét áður Spiderleg og var stofnuð á þeim tíma þegar það eina sem menn höfðu heyrt í Björk var lagið um arabadrenginn. Spiderleg gaf út pönk en breyttist í One Little Indian um miðjan níunda áratuginn. Voru búnir að gefa út slatta áður en þeir gáfu út Molana.
Þetta ætti nú gamli poppskríbentinn að vita.
Hans - spurning um að gera samning við N-Kóreu ellegar Írak, kjarnabombur í staðinn fyrir fisk og lambakjöt...
Ingvar Valgeirsson, 19.10.2008 kl. 16:59
þjóðnýta Davíð Oddsson! ef hann gerir ekkert gagn hér akkuru ekki að leyfa honum að eyðileggja aðrar þjóðir.. svosem england..
hann yrði nú líka örrugglega fallegasti maðurinn á svæðinu og yrði hann ábyggilega ánægður með það :)
Diljá Sævarsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:07
Fyrirgefðu að ég rekst seint hérna inn. Ég mun örugglega stela þeim hugmyndum sem ég hef ekki áður lagt til sjálfur og setja við mínar eigin efnahagstillögur. Bráðum verður til gott safn. Takk fyrir hjálpina.
Haukur Nikulásson, 21.10.2008 kl. 21:00
Reyndar eru sumar tillögurnar settar fram sem grín - þó færri en þig grunar...
:)
En ef þú kemst á þing máttu alveg stela öllum þessum tillögum og gera að þínum, verð ekkert fúll.
Ingvar Valgeirsson, 21.10.2008 kl. 22:32
Hef margsagt þér fyrr að ég gerist gamall og gleymin! En þetta sem ég hafði um OLI eru nú bara orð sem aðrir hafa hafa viðhaft ´imín mín eyruhversu vitlaust það svo er með stofnunina á fyrirtækinu, þá hefur það lengst af snúist mest um björkina og það grætt mest á henni. (gerði þó fína hluti með Skunk Anansie líka m.a. svo mikið man ég)
og loks aðeins með forsetan, þá er það einmitt svo hallærislegt að vera með þetta uppnefni vegna þess að það er útþynnt og tjaskað gamalt stuttbuxnaaulagrín!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 00:26
Stuttbuxnaaulagrín? Hver er nú með uppnefni?
:)
Grís-uppnefnið kom í það minnsta áratug á undan stuttbuxna-uppnefninu. Það er ekki útþynnt og tjaskað (hvað er tjaskað?), að er klassískt. :)
Ingvar Valgeirsson, 25.10.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.