Út í Hött

Á Skjá einum er nú þáttur um ævintýri Hróa hattar. Einhver breskur sagnfræðingur sagði mér eitt sinn að hann gæti vel hafa verið Gyðingur og heitið Rueben Hood... mér fannst það forvitnilegt.

Eníhjú, sjónvarpsþættir og bíómyndir um kappann hafa ætíð verið eilítið troðfullar af tímaskekkjum. Til dæmis er Marion í smekklegri blágrænni næntís-peysu í þættinum á Skjánum - leyfi mér að stórefast um að sá litur hafi verið til í fatagerð á tólftu öld. Svo er ein af kerlingunum í hópnum hans Hróa (Ruebens) með smekklega glanssvarblátt hár, greinilega litað. Svo er önnur hver kerling með varalit og enginn tannlaus - nema fógetinn. Sénsinn Bensinn.

Í myndinni frægu með Kevin Costner man ég eftir að menn fógetans voru að hengja upp prentuð plaggöt hvar gjört var kunnugt að vegleg verðlaun væru í boði fyrir hvern þann sem hjálpaði til við að koma höndum yfir Hróa. Prentverkið var ekki fundið upp fyrr en á fimmtándu öld. Ekki það að það skipti máli, það er ekki eins og sauðsvartur almúginn í Nottingham hafi verið læs upp til hópa árið ellefuhundruðogeitthvað.

Svo kemur Sean Connery í lokin í hlutverki konungsins, smekklega eldgamall - Ríkharður konungur var ekki orðinn fertugur þegar hann sneri heim úr krossferðunum.

Sean Connery lék, fyrir þá sem ekki vita, Hróa hött í bíó eitt sinn. Sonur hans, Jason, lék svo Hróa í sjónvarpsþáttum allnokkru seinna og þótti flottur.

Annars er ég að mestum hluta hress. Einn heima með tvo yngstu, étandi nammigott og horfandi á imbann.

Miðju-Sveppur átti annars einn góðan um daginn. Ég hafði kallað á hann þegar Latibær var endursýndur á sunnudegi með orðunum "komdu, Sveppur, Íþróttaálfurinn, vinur þinn, er í sjónvarpinu!"; Hann horfði á Latabæ og fór svo eitthvað að tsjannelsörfa. Endaði á Discovery og kallaði: "Pabbi! Komdu! Hitler, vinur þinn, er í sjónvarpinu!"

Ég hló alveg nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

hitler, geir og davíð eru þínir bestu böddís og fyrirmyndir.

annað en hjá mér þar sem blíðmennin lenin og stalin eru tilbeðnir og synir mínir taka undir.

og steingrímur joð auðvitað. ekki gleyma honum.

en mundu að adolf litli skilaði borginni sinni í rúst og þá meina ég í rúst. og hvað eiga þá vinir þínir hinir sameiginlegt með dolfa ha? giskaðu afturhaldssjálfstæðistitturinnðinn.

arnar valgeirsson, 2.11.2008 kl. 01:15

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki laust við að Stórabróðurkærleikurinn sé hreinlega yfirþyrmandi hér að ofan!

En samt, fyrr má nú rota en dauðrota, Jósep Svakasvíli svo ég skrifi það nú bara upp á ástkæra ylhýra, átti nú meir sameiginlegt með Hitlerhelvítinu en hinir tveir, svo þið bræðrabullurnar eruð að því leitinu í sömu súpunni!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 03:21

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, hvað eiga vinir þínir, Arnljótur - þeir Lenín og Stalín - sameiginlegt með Hitler? Þeir voru jú allir sósíalistar, þó svo að L&S hafi verið ögn lengra til vinstri. Þeir voru líka allir fjöldamorðingjar þó svo að Stalín hafi væntanlega náð bestum árangri í þeirri keppnisgrein, drap t.d. væntanlega fleiri gyðinga en Hitler - ekki það að hann hafi verið að reyna að drepa þá sérstaklega, þeir fylgdu bara með óvart sem partu af fjöldanum.

Ástmaður þinn, Maó, á þó væntanlega vinninginn í Kína. Þar var líka af nógu að taka.

Svo man ég ekki betur en að það hafi verið vinir þínir í R-listanum (Verðlistanum) sem skiluðu borginni í rúst, svona fjárhagslega. Ef ég man rétt eitthvað eins og átjánfölduðust skuldir borgarinnar meðan þeir sátu við völd, og þá er ekki hægt að benda á alheimskreppu, lánsfjárskort eða áhættusækna bissnissmenn sem ástæðu (eða part af henni).

Ingvar Valgeirsson, 2.11.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband