Leikaragetraun?

Allt er á hraðfert til fjandans. Sumir vilja meina að allt sé reyndar endanlega komið til fjandans, farið úr skónum og búið að fá sér sæti í stofunni. Farið að borga leigu og allt. Hvað um það, í öllu umróti síðustu vikna hefur það gleymst, sem helst lýsir upp lífið, veitir birtu og yl og gleður mannfólkið þegar kreppir að, dimmir í sálinni og varla sér til sólar;

LEIKARAGETRAUN INGVARS!

Nú skal einni erfiðri snarað fram. Held allavega að hún sé erfið.

Spurt er um leikara. Ferill hans spannar nú tæp sextíu ár, bæði í bíó og sjónvarpi.

Hann gengur ekki undir sínu raunverulega nafni, heldur notast við eilías. Ekki Elías. Enda er hans rétta nafn hreint ekki vænlegt til vonsælda, allavega ekki hjá enskumælandi bíógestum og sjónvarpsglápendum.

Fyrir allnokkrum árum síðan lék hann teiknimyndasöguhetju. Sonur hans átti að leika óvin hans í myndinni, en lést í bílslysi rétt áður en tökur áttu að hefjast. Gerð myndarinnar var því frestað, en hún var gerð á endanum og okkar maður lék hetjuna, þrátt fyrir að vera vart mönnum sinnandi sem skiljanlegt er. Eftir þetta þjáðist hann af þunglyndi og lék lítið sem ekkert í all-langan tíma.

Hver er kallinn? Vellllaun eru lítið notuð gítarnögl og jafnvel einn hrímaður.

Annars var brotist inn í vinnuna mína í nótt. Tíminn frá því fíbblið fór út úr búðinni og þar til hann náðist var víst svipaður og töfin í hljóðkortinu í tölvunni minni - mælt í millisekúndum. Myndi segja að íslenskir glæpónar væru ekki mjög góðir, en svo mundi ég eftir bankamönnunum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Er maðurinn á lífi?

Heimir Eyvindarson, 12.11.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Christopher Lee kannski?

Heimir Eyvindarson, 12.11.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki Lee.

Ingvar Valgeirsson, 13.11.2008 kl. 08:48

4 identicon

Jackie Chan!

Jackie Chan (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:16

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki Jackie Chan.

Ingvar Valgeirsson, 13.11.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki Neró.

Ingvar Valgeirsson, 13.11.2008 kl. 17:08

7 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Mickey Rourke?

Róbert Þórhallsson, 13.11.2008 kl. 17:13

8 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Kirk Alyn?

Róbert Þórhallsson, 13.11.2008 kl. 17:27

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvorki Mickey né Kirk. Sorrí.

Ingvar Valgeirsson, 13.11.2008 kl. 17:59

10 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Brando? :)

Róbert Þórhallsson, 13.11.2008 kl. 18:23

11 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Byrja á að skjóta á Paul Newman

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.11.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband