Vísbendings

Tilvalið að skjóta fram vísbendingum í leikaragetrauninni. Hún er jú svolítið erfið, greyið.

Sá, sem spurt er um, hefur leikið löggur, kúreka, glæpóna, trúboða, prest og ég veit bara hreinlega ekki hvað.

Hann lék ásamt vini sínum í allnokkrum bíómyndum sem urðu nokkuð vinsælar. Vinurinn, fyrrum íþróttastjarna, hætti svo að mestu að leika, lærði lögfræði, stofnaði flugfélag og ég veit ekki hvað og hvað.

Einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla svona í fljótu bragði að giska á Leslie Nielsen.

Jökull Logi Arnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, rangt hjá þér, litla kommabarn úti á landi!

Ingvar Valgeirsson, 13.11.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Don Johnson

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 13.11.2008 kl. 18:04

4 identicon

Mario Girotti! Ýmsir þekkja hann sem Terence Hill.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Pass

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 13.11.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Lukku Láki já. Góð gáta. :)

Róbert Þórhallsson, 13.11.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Tryggvi Hübner

Zak Zutton.

Hans upprunalega nafn var Zyglwhyte B. Zhtoonk.

Tryggvi Hübner, 14.11.2008 kl. 04:35

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Æi, heilhveitis! Ég sem var að vona að Bjarni myndi ekki kíkja inn á síðuna...

Auðvitað er þetta rétt hjá honum.

Ingvar Valgeirsson, 14.11.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband