14.11.2008 | 10:27
Bjarni vann!
Stórvinur minn og minn persónulegi Guđfrćđingur, Bjarni Randver, vann veđskuldađan sigur í leikaragetrauninni. Spurt var um Terence Hill, sem réttu nafni heitir Mario Girotti. Hálf-germanskur og hálfur ítali, bjó í nágrenni Dresden međan seinna stríđ geysađi og lifđi af hinar frćgu loftárásir á ţá ágćtu borg í lok stríđs, ţá ekki byrjađur í grunnskóla.
Hann byrjađi ađ leika í bíó í ítölskum myndum áđur en hann varđ tólf vetra og hefur veriđ ađ síđan. Landsmenn kannast eflaust best viđ hann sem mjóa kallinn í hinum alslćmu Trinity-myndum, hvar hann lék á móti Bud Spencer. Ţćr myndir gengu í bíó í denn og voru vinsćlar í árdaga vídeóleiganna hérlendis.
Terence Hill er núna kominn fast ađ sjötugu og leikur enn. Hann leikur nú ađalhlutverkiđ í ítölskum spennuţáttum sem hafa gengiđ í fast ađ áratug.
Hér er hann í sinni langbestu mynd, My Name is Nobody:
Athugasemdir
Ingvarinn minn ţađ er nú einu sinni ţannig međ ţessar djétraunir ţínar ađ ef Bjarni og Jósi myndu ekki svara ţessu fyrir okkur hin (sem ekkert vitum greinilega) ţá kćmi aldrei svar neinni djétraun og ţetta yrđi allt mjög langdregiđ og leiđigjarnt.
Ţví fagna ég Bjarna og einnig Jósa fyrir ađ auka á ónauđsynlega vitneskju okkar hinna og svara med det samme ;)
Hér kemur hins vegar ein djétraun fyrir ţig: Hver lék bílstjórann sem átti "froskinn" í Jóni Oddi og Jóni Bjarna?
kv, bóndatjéllingin.
Brynhildur (IP-tala skráđ) 14.11.2008 kl. 11:56
Alslćmu Trinity myndum...heyrđu nú minn!!! Hvurslags?
Pétur (IP-tala skráđ) 14.11.2008 kl. 14:09
Sammála Pétri, bannađ ađ vera međ alslćmar eitthvađ..! HIns vegar er nú erfitt ađ bera á móti ţví, ađ My Name Is Nobody sé hans besta kúrekamynd allavega eđa "Vestramynd", hún átti nú sinn ţátt í ţví ađ ég fór ađ pćla meir í slíkum myndum frá fyrri tíđ, sem skóp svo ást á Clintaranum ţarna frá Austurviđi og fleiri hetjum. En My Name.. er ţó ekki hvađ síst mér minnistćđ fyrir litla tónstykkiđ eftir Ennio Morricone, eitt af hans óteljandi meistaraverkum í öllum sínum einfaldleika, sem ég raula enn fyrir munni mér annars lagiđ!
EF mig misminnir svo ekki, ţá er Terence međ djúpblá augu. EFtir einhverja myndina međ honum heyrđi ég unga stelpu segja ađ hann vćri međ "sjúkleg" augu!
Magnús Geir Guđmundsson, 14.11.2008 kl. 14:29
Ţađ er alveg rétt ţetta er ansi hreint huggulegur mađur međ sérstaklega heillandi augnarráđ .......ţađ vantar ekkert upp á ţađ :)
Brynhildur (IP-tala skráđ) 14.11.2008 kl. 15:45
Bestu myndirnar međ Mario Girotti sem ég hef séđ eru spaghettí-vestrarnir Viva Django! (Ferdinando Baldi: 1968) og God Forgives, I Don't (Giuseppe Colizzi: 1967), marxíska ádeiludramađ La grande strada azzurra (Gillo Pontecorvo: 1957) og meistaraverkiđ Il gattopardo (Luchino Visconti: 1963), ađ sjálfsögđu allt ítalskar kvikmyndir. Spaghettí-vestrinn My Name is Nobody (Tonino Vallerii: 1973) er mistćkur en međ nokkra góđa spretti, ekki síst í ţeim atriđum sem framleiđandinn Sergio Leone sá sjálfur um ađ leikstýra. Nćsti spaghettí-vestri sem Leone framleiddi međ Girotti í ađalhlutverki, A Genius, Two Partners and a Dupe (Damiano Damiani: 1975) er allsíđri. Ţá má einnig nefna spaghettí-vestrana Ace High (Giuseppe Colizzi: 1968), Boot Hill (Giuseppe Colizzi: 1969) og Revenge of Trinity (Mario Camus: 1970) sem eru miđlungsmyndir. Flestar ađrar myndir sem ég hef séđ međ Girotti hefur mér hins vegar fundist frekar lélegar eđa jafnvel nćr alvondar. Engu ađ síđur má svo sem hafa gaman af sumum ţeirra, t.d. njósnamyndinni Schüsse im Dreivierteltakt (Alfred Weidenmann: 1965) sem skartar tónlist í flutningi Gerts Wildens og hljómsveitar hans. Hefur ţú ekki séđ flestar af ţessum myndum Ingvar?
Bjarni (IP-tala skráđ) 14.11.2008 kl. 17:15
Ég hef vissulega séđ My Name is Nobody og ţađ oftar en einu sinni. Svo fórum viđ saman í bíó og sáum nokkrar Trinity í denn, minnir ađ God forgives, I don´t og Revenge of Trinity hafi veriđ ţar á međal. Svo rámar mig í Ace High.
Svo man ég eftir ađ ég sá Djangó-myndina hjá Hansa einhverntíma ţegar ég var líklega ca. tólf ára. Fannst hún ĆĐI! Held mér ţćtti hún ekki jafngóđ í dag.
Finnst líklegt ađ Nobody vinni.
Ingvar Valgeirsson, 14.11.2008 kl. 18:11
vissedda allan tímann. vildi bara leyfa bjarna ađ reyna sig.
ú jebbs
arnar valgeirsson, 14.11.2008 kl. 22:17
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.