26.11.2008 | 16:59
Í sjálfu sér ekkert...
Eitt sinn hugsaði ég með mér að það gæti verið gaman að gefa út ævisögu einhverntíma. Þar sem ég er ekkert frægur sem slíkur varð ég að finna góðan titil til að selja bókina. Einhver stakk upp á "Nokkur ógleymanleg blakkát", sem mér leist feykivel á. Svo komst ég að því að Freyr Eyjólfsson, tónlistar - og útvarpsmaðurinn knái, átti þann titil. Svo ákvað ég að "Ég, ef mig skyldi kalla" væri fínn titill. Kemur þá ekki eitthvað síkvartandi gamalmenni og gefur út annað bindi ævisögu sinnar undir þessu heiti. Bévað. Í hefndarskini ákvað ég að horfa aldrei aftur á Löggulíf.
Eníhjú, ákvað að endurnýja Smettisskruddu (Feisbúkk) síðuna. Gaman að því.
Er ekki tilvalið að smella inn einu eitís-lagi, sem enginn þekkir nema nördar.
Orð dagsins er Stalínorgel:
http://en.wikipedia.org/wiki/Stalin_organ
Athugasemdir
"með bláu höndina upp í ósmurðum analnum en kyssana enn" er titill sem ætti vel við og gjörsamlega smellpassar.
einn kaflinn gæti heitið "þegar ég setti heimsmetið með því að svindla á commodor 64 tölvuna mína" og undirtitillinn - og bróðir minn gat ekki sofið allan sólarhringinn fyrir helvítis pípinu í henni -
arnar valgeirsson, 26.11.2008 kl. 22:06
Hehe, alltaf sami guðsblessunar og góði andin ríkjandi hjá ykkur bræðrunum, eigið fáa ykkar líka í þeim efnum!
En þessi snilld já er upphafslagið á DTP er ekki svo? Flutti annars sjálfur inn þennan grip í eigin þágu, held ég ljúgi því ekki og þá frá einhverju "Store" í í breska konungsveldinu frekar en því sænska!? Hef nú ekki hlustað á þetta í nokkur ár, en þetta eldist alls ekki ílla finnst mér INgvar og þegar ég hugsa um það, þá er þetta eiginlega það sem mínum eyrum hefur líkað hvað best í heildina af því sem gítarsláninn gríðarflínki Mr. Steve Vai, hefur troðið inn í þau!
En tek það auðvitað skýrt fram um leið, að engin fullyrðing felst í því að þetta sé þar með það BESTA sem hann hafi gert, langt í frá!
Hef ekki á hinn bógin borið gæfu til að redda mér þessu á geislaformi, en hlýt að gera það fyrr en seinna.
En með Þráinn karlin, þá hefur hann oft verið asskoti fyndin þótt hann hafi núna verið þessi leiðindagaur að stela nafninu frá þér. Undirtitillinn líka frábær á bókinni, SEINþroskasaga hehe!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 23:48
Seinþroskasaga - hefði getað notað það líka sjálfur...
Ég leitaði á sínum tíma mikið að þessari plötu, en hún virtist með öllu ófáanleg. Pétur í Rokkbandinu tók hana því á kolólöglegan hátt upp á spólu fyrir mig - Disturbing the Peace með Alcatrazz öðru megin og sólóplata Martin Barre hinumegin. Sú spóla var einmitt í tækinu þegar ég velti Skódanum mínum ´94. Ég lifði, en spólan ekki. Ef ég man rétt lá við að bróðir minn tæki trú þegar hann sá bílinn, svo furðu lostinn var hann að ég skildi ekki vara farinn að spila á hörpu.
Meðan ég var að skrifa þetta hringdi téður Pétur einmitt. Lítill heimur.
Ingvar Valgeirsson, 27.11.2008 kl. 10:17
Hahaha, frábært, en mikið væri heimurinn leiðinlegri ef þú værir farin og spilaðir bara á hörpu í himnaríkissælunni!
Pétur er bara eitt stykki af ekki of mörgum sem kallast sönn EÐALMENN, mikill heiður og ánægja af að hafa kynnst þeim góða syni Patreksfjarðar!
En sá reyndar í lista sem Dóri karlinn, sá gamalreyndi plötuprangari af Laugavegi 20 lengst af, kom til mín m.a. á netinu, að platan var til, en asnaðist ekki til að láta hann tékka á gripnum!Verð allavega búin að næla í hana áður en kemur að elliheimilisvistinni! (sem og kannski nokkuð mörgum öðrum líka)
Og Péturinn var bara hress? Þori annars ekki að segja hvor er eða var liprari með gígjuna af ykkur tveimur, en Pétur var nú betri söngvari held ég!?(man annars enn vel eftir þér í undankeppninni þarna hjá STöð 2/Bylgjunni, tókst m.a. Magic Carptet Ride með hjálp gítarsins, en náðir ekki langt minnir mig, hafbergstrákurinn þarna vann með þetta ferlega eftirhermuafstyrmi af Kiss með Prince. (ef ég man rétt?)
Magnús Geir Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 22:51
VÁ! þetta eitís-hallæri er ekkert smá Ingvarslegt.
Brynhildur (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:58
Langar að benda á að þetta stórskemmtilega lag er eitt af lögunum á útvarpstöðinni V-Rock í leiknum GTA Vice city . . svo þarf ekki að vera mikill nörd til að kannast við lag með bandi sem bæði Yngwie Malmsteen og Steve Vai hafa verið í . . .eða er það kannski . . er ég nörd?
Gauti, 28.11.2008 kl. 17:13
Ætlaði að biðja þig um að vera vinur minn á Facebook, en fann þig ekki.... Ég legg til Nokkur ógleymanleg blakkát 2.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.11.2008 kl. 10:09
Éssgalfinnaðig.
Ingvar Valgeirsson, 30.11.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.