29.11.2008 | 16:04
Geir
Núna rétt áðan var Geir Haarde í sjónvarpinu mínu að tala við Jón Ársæl. Mér finnst hann oftar en ekki koma nokkuð vel út þegar hann talar. Ekki þegar hann syngur samt. Hann syngur samt skömminni skár en norski ráðherrann sem sá ástæðu til að syngja líka í þættinum.
Samt er í það minnsta einn á þingi sem syngur verr en Geir. Myndi samt gera mig glaðari mann ef sá myndi gera meira af því að syngja og minna af því að taka þátt í pólítík...
Ætlaði svo að koma með leikaragetraun, en nenni því ekki í dag. Var að pæla í að hafa tvær einhverntíma, eina ógeðslega erfiða og svo eina létta sem Bjarna, Jósa og kannski fleirum væri bannað að taka þátt í. Hvenig væri það ekki? Eða eitthvað.
Svo á Atli litli frændi minn ammælídag. Hann er orðinn unglingur. Hann er líka voða duglegur að spila á gítar og lofar góðu. Á eftir að verða betri en stóri frændi sinn. Er fyrir löngu síðan orðinn talsvert betri en pabbi sinn, sem þó átti hér í eina tíð forláta Gibson-gítar. Til lukku, Sveppur.
Orð dagsins er "leirburðarstagl". Mundi eftir því orði þegar ég heyrði vinsælt íslenskt popplag í útvarpinu mínu.
Svo er hér mynd sem mér var send í rafpósti:
Athugasemdir
atli segir takk. hann hefur verið að spila meira og minna i allan dag, svona fyrir utan keilu og billiard og þythokkí og pizzuát.
koddu bara með djetraun eða tvær. tek þetta helvíti með annari.
leirburður er flott orð. leirburðarstagl minna flott.
útburðarströggl...
arnar valgeirsson, 29.11.2008 kl. 23:10
Ég er sammála því að leirburður sé flott orð. Leirburðarstagl er líka flott orð sem gott getur verið að grípa til, svona til spari.
Jens Guð, 30.11.2008 kl. 01:31
Heyrðu Ingvar, ég er svo stálheppin að eiga bæði nafnann minn og ónefnda söngvaran saman á plötu, eða það minnir mig!
Hvor skildi vera hærri, GEir eða jón, ætli þeir nái, Geir og Jón, samanlagt svo upp í gírafan Geir Jón!?
Til lukku með litla frænda, veit samt ekki alveg hvernig ég á að túlka þetta með mælikvarðan á getu hans og hæfileikum við strengjasláttin, segir kannski meir um ykkur bræður og þá einkum þig, en hann!?
Og Málverndunarlögreglan mjög svo leiðinlega, vill svo trana sér fram hérna og benda á að þú segir ekki "frændi og pabbi sinn", heldur hans. En ég sjálfur skipti mér nú ekkert af því, þessi lögga heimtaði bara að koma þessu að!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 02:22
Magnús - ég veit, þetta var viljandi með pabbi sinn.
Ég held samt að Geir og Árni (sem mér finnst furðulegt að nokkur hafi borgað fyrir að hlusta á af diski) varla nái upp í gíraffann.
Ingvar Valgeirsson, 30.11.2008 kl. 14:12
Nei, ekki ég heldur, en spurning um Jón Ársæl og Geir, asskoti stórir báðir, en svei mér líka báðir bara litlir við hliðina á löggunni, ´gæti trúað að hann væri allavega jafnhár og pólitíski bassaplokkarinn og tónleikahaldarinn grímur Atla, sem er 2.05 eða eitthvað!
Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.