30.11.2008 | 15:17
Hmmmm...
Heyrði frétt í gær. Í eyrum einhverra gæti hún hafa hljómað eitthvað í áttina að "Stór banki lánaði félagi, sem hann á stóran hlut í sjálfur, nokkur þúsund milljónir til að kaupa spilapeninga. Veð fyrir láninu er í spilapeningunum, þannig að gengið verður á vinninginn ef lánþeginn borgar ekki"...
En við Swiss-menn vorum að leika um helgina á Döbb. Fjöldi gesta tók lagið með oss, sem er ávallt gaman, og var stemmari Sveins. Minit mig svolítið á Dropann á Akureyri í gamla daga - enda ekki furða, maður er eiginlega enn að spila sama prógrammið og í mörgum tilfellum fyrir sama fólkið. Enda biður fólk alltaf um sömu lögin.Man ekki í svipinn eftir neinu lagi á prógramminu sem er samið á þessari öld.
Stebbi frændi var langflottastur, mætti í forláta Napóleóns-galla með hatt og hárkollu. Held við höfum þurft að spila Purple Haze fyrir hann allavega tvisvar.
Í dag er ég þreyttur - getur verið að ég sé að verða of gamall til að spila og syngja þrjú kvöld í röð - þar af tvö til klukkan fimm? Er ekki frá því - gef þessu aldarfjórðung enn og skoða svo málið aftur ef ég man. Þetta nebblega getur verið býsna skemmtilegt.
Athugasemdir
Þú ert bara gamall kall...
Gulli litli, 30.11.2008 kl. 15:54
GAAMMLLLLIIII!!!
Ég sé (hvað prógrammið varðar) að ég hef ekki misst neinu eftir að ég hætti að spila með þér á "DROP"
Ágúst Böðvarsson, 30.11.2008 kl. 20:00
Ég er kominn með nýtt blogg, homminn þinn. eyvindur.vitleysa.is
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:00
Eyvi minn, óþarfi að kalla mann homma - það sem gerðist hjá okkur má bara skrifa á ölvun og gleyma því svo...
Jösta - Það er nú bara þannig að gömul lög virðast einhvernvegin virka betur en ný, svona yfirleitt. Ég held að við séum með allavega 25 lög af gamla Dropaprógramminu, enda ekkert að þessum lögum. Reyndar hafa þau dottið út og inn gegnum tíðina, en fólk er bara ennþá að biðja um sömu lögin - sérstaklega mótorhjólaliðið, það er ennþá að fíla Born To Be Wild.
Ingvar Valgeirsson, 1.12.2008 kl. 10:22
sleiktu konungsveldid a mer!
korna maffi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.