Stundum...

...sér maður eða heyrir fréttir sem gera mann fúlan. Maður getur orðið verulega pisst út af einhverju sem síðan kemur í ljós að var ekki alveg eins og sýndist. Til dæmis varð maður jú býsna fúll þegar einhverjir gúbbar voru sýknaðir af nauðgunarákæru fyrir nokkru - sem seinna kom í ljós að var upplogin og einn þeirra hafði m.a.s. vídeóupptökur á farsíma því til sönnunar. Þá var nú aldeilis búið að segja orð eða tvö um dómarann og réttarfarið á klakanum.

Svo er það þetta mál. Ekki er allt sem sýnist.

Lag dagsins er öll lögin af nýja Rush-tónleikadévaffdéinu mínu sem var tekið upp í Hollandi sárafáum dögum eftir að ég sá þá á Wembley. Gargandi fokkíngs snilld alltsaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

enda Pólverji

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Áður fyrr á árunum er ég hafði töluverð kynni að þér, varstu aldrei minnir mig í vondu skapi. Hefur því ekkert verið að hlusta á fréttir í þá daga!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.12.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband