Sparnaðartillögur Ingvars

Fyrir ógeðslega stuttu síðan samþykkti Alþingi lög um fjárframlög okkar, þ.e.a.s. ríkisins, til stjórnmálaflokka. Fáir þingmenn, ef nokkur, mótmæltu því að ríkið skaffi stjórnmálaflokkunum óheyrilegar upphæðir til að standa straum af kostnaði við rekstur þeirra. Á meðan er þeim, sem af fúsum og frjálsum vilja væru fyllilega til í að styrkja sinn flokk fjárhagslega, gert það erfiðara. Þar með er fólki líka gert erfiðara að fara í samkeppni við sitjandi flokka með því að stofna nýja - sem útskýrir kannski af hverju engir þingmenn sáu nokkuð athugavert við þetta.

Upphæðin nemur eflaust tugum eða hundruðum milljóna á ári. Ætli það megi ekki halda geðdeild eða tveim opnum fyrir það fé, hætta við lokun fangelsis norðan heiða eða koma í veg fyrir að einhverjir langlegusjúklingar þurfi að fara heim vegna niðurskurðar? Einhvernvegin efast ég samt um að nokkur ljái máls á þessu á þinginu.

Bara datt þetta í hug meðan ég horfði á fólkið henda skónum í Alþingishúsið. Mér finnst samt alger óþarfi að flytja inn erlendar mótmælaaðferðir og það alla leið frá Mið-Austurlöndum. Partur ástæðunnar fyrir kreppunni er einmitt að við höfum verið að flytja inn það sem við mögulega hefðum getað fengið hér heima. Við eigum séríslenska mótmælaaðferð, hvar einhverju er kastað í menn. Prufið að breyta "ó" í "y". Enívonn?

Þeir sletta...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Og henda góðum próteinríkum mat sem ætti frekar að nýta til þess að byggja upp betri vöðva svo maður eigi auðveldara með að rísa upp gegn þessu óréttlæti sem verið er að leiða yfir okkur?

Nei.

Étið skyrið, pumpið lóðum og kastið svo lóðunum í Alþingishúsið.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.12.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Var ekki máltækið annars 'Þeir sletta skyrinu sem fíla Helga Hós'?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.12.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Skór eru oftar en ekki innfluttir, meðan skyrið, gott eins og það er, er framleitt hér heima. Styðjið endilega innlendan iðnað meðan þið mótmælið! Heilbrigðiskerfið er svo svelt að það tekur ekki við fleiri kvefsjúklingum.

Svo þarf að vera vel skóaður meðan menn standa í fimbulkulda á Austurvelli. Séu skórnir of litlir má endilega senda þá til svöngu og illa skóuðu barnanna í útlöndum. Það þýðir lítið að senda skyr þangað, það verður ógeðslegt þegar það er komið á áfangastað.

Ingvar Valgeirsson, 21.12.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband