17.2.2009 | 19:19
Mæm
Eftir alla Júróvisjónumræðuna er tilvalið að ég komi þeirri skoðun minni hér á framfæri að mér finnst að það ætti að vera ólöglegt að mæma, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Þó ætti refsing að vera mishá við glæpnum, t.d. ef mæmað er sannfærandi megi beita sektum eða jafnvel bara viðvörun, en ef fólk Elektrar á þetta skuli refsingin vera fangelsi allt að fjórum árum auk fjársektar, auk þess sem hljóðfæri verði gerð upptæk til Ríkissjóðs.
Sjálfur hef ég reyndar mæmað, en man bara eftir einu skipti. Það var þegar hljómsveitin Smack gerði myndband, hvar ég þóttist leika gítarpart sem Stebbi í Rín lék inn á plötuna. Það var gert með góðfúslegu samþykki hans. Reyndar gerðum við annað myndband, en þar labbaði ég bara um gítarlaus. Minnir að Benni Ólsari hafi leikið í því myndbandi líka. Mér fannst hann ákaflega þægilegur og viðkunnanlegur náungi. Bið að heilsa honum.
Hér er svo lag dagsins og lag morgundagsins ef ég verð dauður:
Jú og svo annað ekki síðra:
Bið að heilsa eftir Inga T.
Athugasemdir
mér finnst að það ætti að gera þig upptækan til ríkissjóðs og setja þig upp i æsseivskuld. Sópa götur í grimsby eða eitthvað. nú, eða sturtuvörð í breskum fangelsum...
arnar valgeirsson, 17.2.2009 kl. 19:52
Var það ekki draumadjobbið þitt? Þeir sögðu það strákarnir á tuttuguogbáðum...
Ingvar Valgeirsson, 17.2.2009 kl. 20:28
já og talandi um úróvisíón... einhverjum ætti að vera refsað fyrir það að hleypa jóhönnu guðrúnu úr landi.. ég meina okey engin af lögunum vorum líkleg til vinnings en við gætum allaveganna þóst vera að reyna að vinna!
Diljá Sævarsdóttir, 18.2.2009 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.