Enn frekari vísbendingar

Nú, enn hefur enginn (hvorugur) skotið í mark í getrauninni minni. Þá kemur vísbending.

Leikarinn, sem spurt er um, á eitthvað af bræðrum. Tveir bræður hans léku til að mynda saman í stórgóðri verðlaunamynd fyrir ekki svo löngu síðan. "Ekki svo löngu" er reyndar teygjanlegt hugtak.

Systkinahópurinn verður að teljast fjölhæfur þar sem menn hafa fengist við leiklist, tónlist, fyrirsætustörf og glæpi.

Eins og áður kom fram eru þeir þrír bræðurnir sem fengist hafa við leiklist svo einhverju nemi. Sá minnst þekkti þeirra lék á aðeins örfáum árum í þremur myndum sem fengu í það minnsta tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir eitt eða annað.

Jæja, nóg komið af vísbendingum í bili og tími til kominn að lesa greinina eftir Hannes Hólmstein í Fréttablaðinu í dag. Arrívedertsjí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

donny wahlberg???

Kollý Parton (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 19:27

2 identicon

   Sean Penn.

Sævar Örn (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ójú, það er hann Donnie Wahlberg.

Hver vann?

Ingvar Valgeirsson, 8.3.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband