Kollý Parton?

Einhver sem kallar sig Kollý Parton vann getraunina mína. Rétt svar var Donnie Wahlberg, leikari, ólátabelgur, brennivargur og einn söngvara New Kids on the Block. Han er jú bróðir Mark Wahlberg og hins minna þekkta Robert Wahlberg, sem lék t.d. ásamt Mark í The Departed.

Þegar Donnie Wahlberg drepur Willis er hann nær óþekkjanlegur. Því ætla ég ekki að segja ykkur í hvaða mynd það er, þar sem mögulega hafið þið ekki séð hana. Þeir sem hafa séð hana ættu að átta sig á því.

Þar sem Kollý Parton er ekki í þjóðskránni ætla ég að éta verðlaunin sjálfur.

Annars vorum við landsmenn að eignast einn banka enn í morgun. Allir niður að Seðlabanka að mótmæla. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mun hafa verið í myndinni sixth sense...

Kolly Parton (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: arnar valgeirsson

giska á að kollý parton sé akureyrsk mær sem hefur það fyrir venju að knúsa afgreiðslupilta.

ef það er ekki hún þá giska ég á að kollý hafi það fyrir venju að knúsa pilta.

og ef það er ekki hún þá giska ég á að hún sé tvíburastystir dollýar.

þú gleymdir að óska gary numan til hamingju með daginn. klaufi.

arnar valgeirsson, 9.3.2009 kl. 16:56

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú gleymdir að óska Gary Oldman til hamingju með afmælið. Hann er einmitt aðeins yngri en Gary Numan.

Ingvar Valgeirsson, 11.3.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband