18.3.2009 | 17:34
Forsjárhyggjufábjánar
Minnihlutastjórnin sem ætlaði ekki að framkvæma stórfelldar breytingar á neinu - fyrst eyða þau heilum mánuði í ekkert nema að reka Seðlabankastjórnina. Ekkert annað komst að því það var, að þeirra sögn, ekkert hægt að gera fyrr en Davíð og kó væru farnir. Ráða svo, þvert á lög að því er virðist, erlendan mann í djobbið. Hvað gerist svo? Jú, það á að banna stripl. Af því að á svoleiðis stöðum viðgengst ósómi að sögn.
"Almennt séð séu slíkir staðir gróðrarstía vændis og mansals" - er eitthvað konkret sem sannar það? Getur þingmaðurinn bent á einhver dæmi?
Hefur einhver eigandi eða rekstaraðili strípibúllu hérlendis verið dæmdur fyrir mansal eða eða hórmang?
Það er aldeilis jafnréttisbaráttan, þarna er verið að banna þá atvinnugrein hvar konur hafa mun meiri möguleikar en karlar til að afla sér góðra tekna.
Ísland ríður á vaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð rök
Pjétur G (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 17:39
Ef þú kynntir þér niðurstöður rannsókna á vændi og mansali þá yrði þér ljóst að þeir sem græða mest fjárhagslega eru ekki konurnar sjálfar.
Guðrún Vala Elísdóttir, 18.3.2009 kl. 17:46
Þetta er bara byrjunin, eigum eftir að sjá fleiri forsjárhyggju reglur settar ef VG verða áfram við stjórn. Væri ekki hissa á að þeir banni bjórinn fljótlega
Jón (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 17:46
"Ef þú kynntir þér niðurstöður rannsókna á vændi og mansali þá yrði þér ljóst að þeir sem græða mest fjárhagslega eru ekki konurnar sjálfar."
Starfsmenn fyrirækis græða yfirleitt ekki meir en eigendur/stjórnendur fyrirtækisins. Ég er þó viss um að vændiskonur hefðu meira sjálfstæði og betri kjör ef þeir gætu fundið kúnna opinberlega, löglega og ekki gegnum glæpaklíkum.
MacGyver, 18.3.2009 kl. 17:52
Sjálfsagt að banna vændi og þessar klámsýningar. Þá mætti banna boxið líka
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.3.2009 kl. 18:07
Guðrún Vala,
Ef þú kynntir þér niðurstöður rannsókna á vændi og mannsali þá yrði þér ljóst að bann við vændi er ekki líklegt til árangurs.
Þvert á móti er það líklegt til þess að gera illt verra.
Varðandi nektdardansstaði landsins þá hafa ásakanir um vændi og mannsal verið tíðar allt síðan að fyrstu nektardansstaðirnir opnuðu í miðbæ Reykjavíkur. Hinvegar hafa aldrei komið fram nein sönnunargögn þess efnis, þrátt fyrir ítrekaðar heimsóknir lögreglunnar á þessa staði. Einnig hefur enginn eigenda þessara staða verið ákærður fyrir mannsal og því enginn dómur fallið um slíkt.
Það er meginregla í íslenskum rétti að menn eru saklausir þangað til að sekt er sönnuð, þ.e. engan skal dæma sekan nema sannast hafi að hann hafi án nokkurs vafa brotið gegn skýru refsiákvæði laga, meginregla þessi á sér stoð í 2. mgr. 70. gr stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu er því enginn eiganda þessara staða sekur um mannsal. Önnur meginregla í íslenskum rétti er síðan meginregla 75. gr. stjskr. um atvinnufrelsi megi ekki skerða nema að almannahagsmunir krefjist þess. Erfitt er að sjá hvernig orðrómur sem litla stoð virðist eiga í raunveruleikanum getur talist sem almannahagsmunir.
Reyndar hefur Hæstiréttur þó áður dæmt að leyfilegt sé að skerða atvinnufrelsi fólks í þessari atvinnugrein en það gerði hann árið 2003 dæmdi að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að banna einkadans með lögreglusamþykkt (stjórnsýslufyrirmæli) sem átti sér enga stoð í lögum. En sá dómur hefur að öllum líkindum ekkert fordæmisgildi enda er hann lagalega séð rangur og er hann meðal annars kenndur sem svo í almennri lögfræði í HÍ.
Það hefur sannað sig í gegnum tíðina að ströng bönn við hlutum gera ávallt
illt verra. Sem dæmi þá varð áfengisbannið í USA á þriðja áratugnum til
þess að skipuleg glæpastarfsemi blómstraði og eru Bandaríkin enn að gjalda
fyrir þau mistök.
Það sama gildir hér heima enda urðu Íslendingar snillingar í því að brugga
landa á bannárunum og fyrir það gjöldum við enn, unglingar kaupa enn landa
hér á landi og er það nánast sérdæmi að vestrænt ríki eigi við vandamál að
stríða hvað varðar landasölu enda er slíkt yfirleitt tengt við þróunarríki.
Blóðug barátta gegn eiturlyfjum hefur síðan orðið til þess að
skæruliðasamtök á vegum eiturlyfjabaróna halda heilu löndunum í Suður- og
mið Ameríku í gíslingu. Dæmi um slík ríki eru Kólumbía, Brasília og Mexíkó.
Í þessum ríkjum eiga yfir völd í blóðugu stríði við eiturlyfjabaróna sem
harðnar með hverjum degi, í stríði þessu hika hvorki yfirvöld né skæruliðar
við að þverbrjóta mannréttindi fólks, sbr. t.d. FARC skæruliðasamtökin í
Kólumbíu og BOPE (sérsveit brasilísku lögreglunnar).
Hverju hefur stríðið gegn eiturlyfjum skilað, jú því sama og stríðið gegn
alkahóli skilaði á sínum tíma, semsagt aukinni skipulagri glæpastarfsemi og
nánast engri minnkun í sölu og neyslu eiturlyfja.
Varðandi vændi þá hafa Evrópuríki á seinustu árum komist að þeirri
niðurstöðu að bann við vændi sé ekki jafn gagnlegt og margir halda. Í
Hollandi og Þýskalandi hefur lögleiðing vændis meðal annars skilað því að
vændiskonur og vændiskarlar eiga hafa fengið aðgang að stéttarfélögum sem
vernda rétt þeirra líkt og annarra meðlima sinna.
Í Þýskalandi hefur reyndar verið gengið örlítið lengra en í Hollandi og
tekur þýska ríkið nú virðisaukaskatt af vændi ásamt því að vændiskonur og
karlar eiga rétt á því að fara reglulega í læknisskoðun á kostnað ríkisins.
Reynsla þessara ríkja hefur orðið til þess að önnur ríki Evrópu hafa tekið
upp á því lögleiða vændi.
Dæmi um ríki Evrópu sem hafa lögleitt vændi: Holland, Þýskaland, Dannmörk,
Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Austurríki, Belgía, Búlgaría (engin lög
til um vændi), Kýpur, Tékkalnd, Eistland, Grikkland, Ísland, Írland,
Ítalía, Kazakhstan (á mörkum Evrópu og Asíu), Lettland, Lichtenstein
(ólöglegt, en banni er ekki framfylgt af lögreglu), Lúxemborg, Pólland,
Portúgal (engin löggjöf um vændi), Spánn, Sviss, Tyrkland (vændiskonur
þurfa að sækja um atvinnuleyfi hjá stjórnvöldum), Bretland.
Fyrir utan Noreg og Svíþjóð þá eru það aðeins fyrrum Sóvíet-ríki sem banna
vændi í Evrópu. Líkt og með áfengi og eiturlyf þá mun þjónar bann við vændi
engum tilgangi öðrum en að friða samvisku fólks, styrkja skipulagða
glæpastarfsemi og neyða vændi í undirheimana þar sem næstum ómögulegt er
fyrir hið opinbera að hafa eftirlit með því.
Er því ekki skárra að læra lexíu af áfengisbanninu gamla og halda vændi
löglegu þannig að hægt sé að hafa opinbert eftirlit með því og tryggja þar
með réttindi og velferð vændiskvenna (og karla).
Hafsteinn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:22
Hvernig væri að vitna í einhverjar greinar, í stað þess að fullyrða svona Guðrún? Bíð í ofvæni.
Gulli (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:24
Guðrún - "Ef þú kynntir þér niðurstöður rannsókna á vændi og mansali þá yrði þér ljóst að þeir sem græða mest fjárhagslega eru ekki konurnar sjálfar" - það má telja líklegt að fyrirtæki, sem rekið er með talsverðum hagnaði, skili eigendum sínum meiru en almennum starfsmönnum, ekki satt? Á þá að banna matvöruverslun líka?
Ef banna á strípibúllur vegna þess að "kannski", "líklega" eða "alveg pottþétt" hefur einhver einhverntíma gerst þar sekur um mansal eða hórmang má allt eins banna alla vínveitingastaði vegna þess að alveg pottþétt hefur einhver fengið sér ólyfjan í nefið inni á klósetti á Næsta bar - jafnvel hefur farið fram á einhverjum slíkum stað kaup og sala á ólyfjan.
Jón - banna bjórinn? Ef þú gúgglar vel geturðu séð hvað núverandi liðsmenn VG, til dæmis formaðurinn, höfðu að segja þegar rætt var á þingi um að leyfa bjórinn. Það hefði mátt halda að tilvera siðmenningar almennt lægi undir, slík voru gífuryrðin - rétt eins og þegar ríkiseinokun ljósvakamiðlunar og reksturs símafyrirtækja var aflétt.
Guðjón Sigþór - jú bönnum endilega allt sem ekki er þér að skapi. Höfum áhugasvið þitt sem viðmið þegar ákveða á hvað má og hvað ekki. Eitthvað fleira sem þér líkar ekki og á þar af leiðandi að banna? Skíðaíþróttir, ljóð, sultugerð, útsaumur eða paintbrush? Indversk matargerð, kórsöngur eða húðflúr?
Ingvar Valgeirsson, 18.3.2009 kl. 18:45
Ingvar, Jón, Mcgyver, Gulli, Hafsteinn......þið eruð sorglegir menn. Guðrún sú sem viðtalið var tekið við hefur unnið í áraraðir fyrir Stígamót, samtök sem taka á móti konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Haldið þið virkilega að þið vitið betur en hún? Eða getur verið að þið séuð að réttlæta eigin siðleysi?.....rök ykkar á þessari síðu eru svo ómálefnaleg og ómannúðleg að það er átakanlegt. Ég vona ykkar allra vegna að á morgun vaknið þið til meiri samkenndar með konum í stað þess að réttlæta á bloggsíðum ofbeldi gegn þeim. Veriði svo ekki að gefa mér neitt kjaftæði um að þæri kjósi þetta sjálfar. Það fer enginn út í vændi nema hann neyðist til þess. Lærið svo að bera virðingu fyrir sjálfum ykkur, mæðrum ykkar, systrum og dætrum. Þetta snýst ekki um feminisma eða karlrembu, þetta er almenn virðing fyrir lífi fólks.
Melkorka (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:40
Vændi? Hefurðu sannanir fyrir því að vændi sé stundað á subbubúllum landsins? Og þó svo væri, er það ekki eitthvað sem ætti að taka á þegar og ef það kemur upp í stað þess að banna ósómaklúbbana alla sem einn?
Og á hvaða hátt koma mæður okkar, systur og aðrir kvenkyns fjölskyldumeðlimir málinu við? Ég ber mikla virðingu fyrir þeim, sem og sjálfum mér. Svo mikla virðingu fyrir mér að ég stunda ekki staði sem þá sem rætt er um - en ég ber líka svo mikla virðingu fyrir öðrum að ég reyni ekki að banna þeim að gera hvað þeir vilja, sama þótt það sé ekki mér að skapi. Prófaðu það sjálf.
Ingvar Valgeirsson, 18.3.2009 kl. 19:53
Bíddu, hefur Stigamót tekið ámóti konum sem hafa sótt ofbeldi? Hvers vegna er þessum konum ekki strax látnar tala við lögreglu og saksóknara, og ofbeldismennirnir settir í fangelsi og þá yrði öllum ljóst hversu skaðlegt vændi/súludansur er?
MacGyver, 18.3.2009 kl. 23:57
Banna bjórinn aftur, fín hugmynd!
En hvað segirðu Ingvar, nennir Addi ekki að rífast við þig þessa dagana, ert eitthvað svo hvumpin hérna, gleðipinninn mikli!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.3.2009 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.