29.3.2009 | 12:54
Í sjónvarpinu...
Núna er verið að sýna Silfur Egils í sjónvarpinu mínu. Þar er verið að tala um Evrópusambandið og Egill minnir á Ómar Ragnarsson, svo greinilegt er hvar hann stendur. Bjarni Harðar er meðal gesta og svo einhver stelpuskjáta, sem ég þekki ekki.
Hún sagði, varðandi síendurteknar kosningar um sambandið, að það væri eðlilegt. Líkti því við það að ef að konur hefðu ekki kosningarétt og kosið væri um hvort konur ættu að fá slíkan rétt. Ef það yrði fellt, ættu konur að gefast upp í baráttunni?
Semsagt, það er í lagi að kjósa aftur og aftur þangað til rétt niðurstaða fæst. Djö... er þetta klikkað lið.
Morgunljóst að það er best að kjósa aldrei um málið. Ef við byrjum á því þykir sumum eðlilegt og sjálfsagt að kjósa bara aftur þangað til þau verða ánægð.
Athugasemdir
Hm, einhver "Stelpuskjáta"? Ekki Dögg Páls, en skildir þú þá vera að meina SVannborgu? Hún er nú frá Dalvík og því mjög líklega frænka þín! En fylgdist nú ekki svo grant með.
Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 12:53
Mér er sama þótt hún væri systir mín, mér fannst bullið í henni bjánalegt (eins og eflaust sumum finnst bullið í mér hér bjánalegt stundum). En að líkja saman Evrópusambandsaðild og grundvallarmannréttindum eins og kosningarétti finnst mér ekki gott.
Ingvar Valgeirsson, 30.3.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.