Erlendur

Þrátt fyrir allar sögurnar sem maður hefur heyrt fann ég engan með nafninu Erlendur Sveinn Hermannsson á Íslendingabók.

Þabbaraþa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

do not believe everything you hear man.. æi nei þú ert sjálfstæðis maður

Guðríður Pétursdóttir, 29.3.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, eins og þú sérð þá trúi ég ekki blindandi öllu sem ég heyri. Til dæmis skoðaði ég heimildir í þessu máli og komst að sannleikanum.

Ekki rugla saman því að vera sjálfstæðismaður og því að vera sjálfstæðisflokksmaður. Það þarf ekki endilega að vera það sama. Til dæmis er einn harðasti sjálfstæðismaður sem ég þekki ákafur stuðningsmaður Frjálslynda flokksins.

Ingvar Valgeirsson, 30.3.2009 kl. 10:52

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú talar í gátum og gefur þér að ræfilsvitleysingar eins og ég viti alltaf hvað þú meinar! Er þetta eitthvað svona meira S&H dæmi?

Blanco hombre, það er já ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 12:47

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Maður heyrði ósjaldan að skömmu eftir seinna stríð hefði fjöldi nýfæddra pilta hérlendis fengið nafnið Erlendur Sveinn Hermannsson. Þú getur ímyndað þér af hverju það hefði átt að vera. Nafnið hefur semsé aldrei verið gefið nokkrum dreng hérlendis ef marka má Íslendingabók.

Ingvar Valgeirsson, 30.3.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, margt er sér til gamans gert, Ingvar sæll, en "lausnin á gátunni" lá auðvitað að hluta í nafninu. Hins vegar þekki ég ERlend og það sem meira er, Hermannsson, en ekki Svein!

En Íslendingabók er langt frá því óskeikul, en það kemur nú þessu ekkert við hygg ég.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 15:51

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

nei ég hef sko engan rétt til að bögga þig kall, ég veit ekki einu sinni hvað ég er, ég veit þó að ég er ekki sjálfstæðismanneskja en ég er heldur ekki vinstri græn eða nokkuð annað, ég veit að ég er ánægð með Jóhönnu en annað kem ég mér ekki til að vera ánægð með ennþá

Fólk er að reyna að fá mig í borgarahreyfinguna.. reyndar bara eitt fólk en ég er bara alls ekki viss með það heldur

...þannig að ég var sko bara að stríða þér pungur..

Guðríður Pétursdóttir, 31.3.2009 kl. 18:48

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Alltí lagi, ég pirraðist ekkert. Enda ertu náttlega kelling...

Ég var obboslega ánægður með Jóhönnu. Hún var á kórréttum stað. Nú er hún bara eins og égveitekkihvað. Kannski álfur út úr hól eins og Davíð sagði. Ætli hún hafi ekki verið einn af fáum ráðherrum sem voru á réttum stað - og þá var hún færð til í djobbi.

Ingvar Valgeirsson, 1.4.2009 kl. 09:44

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

já ég er nefninlega náttlega kelling þar hefurðu allavega algjörlega rétt fyrir þér,þú ert glöggur á smáatriðin :)

Guðríður Pétursdóttir, 1.4.2009 kl. 10:37

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Og var ekki einu sinni lengi að átta mig á því!

Sko mig.

Ingvar Valgeirsson, 1.4.2009 kl. 11:19

10 identicon

Invar Valgeirsson, þú ert stórkostlegur leikmaður!!!

Tjokko° (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:06

11 identicon

Ég var í fermingu síðastliðinn sunnudag þar sem fermingar"barnið" Hét Erlendur Karl......svo á ég mág sem heitir Erlendur Þór og er Ottesen......bróðir tengdamömmu heitir líka Erlendur en hann er Daníelsson........en svo á ég eina frænku sem er ástandsbarn og ég fæ sennilega aldrei að vita hvers dóttir hún er......nema náttulega er hún dóttir mömmu sinnar.... og væntanlega pabba síns þá líka......dugir þetta þér eitthvað?

Þetta með kjördaginn er hins vega svolítið að vefjast fyrir mér ennþá........ég mun ekki koma til með að kjósa samfylkinguna þeir vilja þvinga okkur í ESB.........mig langar að kjósa vinstri græna þar sem ég aðhyllist mest stefnuskrá þeirra fyrir utan að þeir vilja að fullt af fólki (allir íslendingar með kosningarétt) sem ekki hefur kynnt sér málin nægilega vel kjósi um ESB aðild............ég hef aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn og er ekki allskostar sátt við skrípaleik þess flokks undanfarinn misseri en myndi samt fyrst eiga auðveldara (ath auðveldara, ekki auðvelt) með að kjósa þá núna því þeir eru búnir að gefa það út að þeir eru alfarið á móti ESB aðild og þar er ég þeim hjartanlega sammála.

Svo þú sérð það Ingvar minn, mér er vandi á höndum.

Brynhildur (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 13:27

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta er ekkert mál - ég ætla að kjósa þá sem eru mest á móti ESB. Hver sem það verður.

Ingvar Valgeirsson, 3.4.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband