Styrkir schmirkir

Sá Steingrím Joð í sjónvarpinu mínu áðan. Hann var eitthvað að tjá sig um þessa styrki til flokksins. Endaði á að segja, í gríðarvel æfðum hneykslunartón, að það væri nýbúið að hækka fjárframlög ríkisins til flokkanna þegar þetta kæmi upp á borðið.

Það var einmitt það - það er alveg forkastanlegt að einhver gefi einhverjum eitthvað, að einkafyrirtæki styrki stjórnmálaflokk af fúsum og frjálsum vilja um helling af peningum. En það er alveg fullkomlega eðlilegt að flokkarnir taki bara af skattpíndum almúganum það sem þeir telja sig vanta, litlar nokkurhundruð milljónir á ári, án þess að spyrja kóng eða prest.


mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er tímamótayfirlýsing frá hægrimanni og efalaust kjósanda D, honum finnst bara allt í lagi að Baugsliðarnir Hannes Smárason og Jón Ásgeir sem helstu eigendur FL Group, gæfu flokknum 30 millur!

Þá hlýtur hann líka að vera sæll með að 25 aðrar komu frá Landsbankanum, sem þó eins og hin, engin bara virðist kannast við eða vill bera ábyrgð á nema vesalings Geir!?

Þetta er semsagt allt í gúddí, því það er hægt að benda á annað verra, sem þó er engra sök frekar en annara og hefur í raun ekkert þótt umdeilt fyrr en á allra síðustu misserum!

Ingvar, D flokkurinn er orðin uppvís að þvílíkri hræsni, að annað eins fyrirfinnst vart. Árum og misserum hafið þið hægriliðarnir djöflast á ákveðnum flokki og einstökum fulltrúm hans og endalaust sakað hann um varhugaverð tengsl við ákveðna viðskiptasamsteypu, þráfaldlega talað í niðrandi tón um Baugsliða, Baugsflokkin o.s.frv. Aldrei hefur þó neitt óyggjandi komið fram um slíkt ne þvíumlíkt sem þetta er nú hefur opinberast, að hinn eini sanni Baugsflokkur var í raun og veru engin annar en Sjálfstæðisflokkurinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 01:53

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eins og ég sagði (skrifaði reyndar) svo skýrt og greinilega að það ætti ekki að fara framhjá þér - mér finnst meira í ólagi að ríkið moki fé í flokkana en að þeir fé frá þeim sem vilja gefa þeim það.

Það hefur aldrei verið launungarmál að Baugsfeðgar styrktu Sjallana. Þeir styrktu líka aðra flokka. Hvort það var jafnmikið veit ég ei og ekki þú heldur. En þetta var 2006 - hverjir aðrir en Baugsfeðgar áttu, ráku og stjórnuðu FL þá? Svo er svolítið fyndið að annaðhvort er skammast í Sjöllum fyrir að vera handbendi fyrrnefndra feðga ellegar setja þeim stein í götu við hvert tækifæri. Það getur varla verið hvort tveggja.

Ingvar Valgeirsson, 9.4.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ha?

Hefur aldrei verið launungarmál að þeir studdu Sjallana?

ERtu búin að benda öllum flokksherjunum á það, þetta sé bara ys og þys út af engu og bara vegna þess að ég og þú til dæmis vitum ekkert hvort þessir herrar hafi ekki "gefið" öðrum jafn mikið, (sem reyndar er ekki rétt, hinir flokkarnir hafa gefið upp nægar tölur til að nokkuð ljóst virðist að ekkert viðlíka er á ferð hjá þeim eða hvort til dæmis FlG hafi styrkt þá svo ég hafi heyrt eða lesið) þá er þetta bara ekkert sérstakt mál!?

Því miður fyrir D er það augljóslega ekki svo léttvægt, þannig að því verði bara sópað undir teppið við að endurgreiða, sem mér heyrist reyndar á þér Ingvar, að kannski sé ekki einu sinni nauðsynlegt!?

Og þér finnst þetta skárra, ekki hægt að skilja þig öðruvísi, að svona gjörningur sem varlega sagt "lyktar" ekki vel, en aðferðin sem flokkarnir hafa þó lengst af gert, ávkeðið fjárframlög úr ríkissjóði sér til handa!?

Út af fyrir sig ekkei athugaverð skoðun í sjálfu sér og nýju framboðin hafa deilt á þetta fyrirkomulag m.a. nú en lengst af hefur þetta ekki verið umdeilt, en helst komið upp í umræðunni um opnun á bókhaldi flokkanna. Og hverjir hafa alltaf lagst gegn þeirri opnun eða slíkri?

EF alltaf hefði verið ljóst að til dæmis j'on Ásgeir hefði styrkt flokkin fja´rhagslega, hví eru menn að fara nánast yfir um núna, þess spyr ég nú aftur?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 17:24

4 identicon

VINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRI

VINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRI

VINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRI

VINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIVINSTRIGRÆNIR

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:59

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Magnús, það hefur margsinnis komið fram að Bónusfeðgar hafi styrkt stjórnmálaflokkana. Þetta er bara talsvert hærri upphæð en áður hefur þekkst. Það þekkist alveg að vel stæðir menn styrki fleiri en einn flokk, jafnvel alla.

Og svona til að tyggja það alveg ofan í þig - ég er í þessum eilitla pisti að jarma yfir því að flokkarnir skuli vera á fjárlögum og að framlag ríkis (þ.e. okkar) til þeirra hækkar nú þegar verið er að skera allt annað við nögl. Mér finnst nebblega ekki alveg í lagi að skera niður í menntakerfinu, löggæslu, heilbrigðisgeiranum o.s.frv. en leyfa stjórnmálaflokkunum að ganga í ríkissjóð eins og það sé þeirra eigin sparigrís. Er þá ekki skárra að leyfa þeim sem vilja að spæsa í staðinn og nota þessar hundruðir milljóna sem flokkarnir fá í, ja, til dæmis spítala?

Ingvar Valgeirsson, 9.4.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Elvar - ég elska þig.

Ingvar Valgeirsson, 9.4.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband