Stolinn gítar

Fyrir ellefu árum síðan stal einhver Steinberger rafgítar frá mér. Hann var svartur og hauslaus, en ekki "fjöl", eins og sumir Steinberger, heldur með "strat"-boddíi. Leit sirka svona út:

 

Þrjú pikköpp, eitt humbucker aftast og tvö single coil þar fyrir framan. Hann var í svörtum poka, merktum Steinberger og í pokanum voru tvær ólar, önnur merkt Peavey og hin Steinberger.

 

Sveifarkerfið var þeirrar náttúru að hægt var að læsa því upp eða niður og lækka gítarinn eða hækka í tónhæð um heiltón og einn og hálfan. 

 

Þess má geta að myndin hér að ofan er ekki af mínum gítar, heldur af einum samkonar. Fann hana bara á netinu og setti inn. 

 

Ef einhver hefur einhverjar upplýsingar væru þær vel þegnar. Ef einhver er með gítarinn væri hann enn betur þeginn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það var líka stolið frá mér geisladiskur á svipuðum tíma. Þetta hefur kannski verið sami þjófurinn ?

Brynjar Jóhannsson, 13.4.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: TARA

Ferlega eru þið seinir að fatta þetta ??  Ég er viss um að slóðin er enn volg !!

En svona í alvöru, þá vona ég að gítarinn og diskurinn komi í leitirnar.

TARA, 13.4.2009 kl. 19:53

3 identicon

Ég er með til sölu Steinberger gítar á góðu verði. Ef þið kaupið núna fáið þið tvær ólar og geisladisk í bónus.

Haukurinn (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

er þetta svona einhver árleg auglýsing hjá þér á þá gítarinn ellefu ára hvarfs-afmæli

Guðríður Pétursdóttir, 14.4.2009 kl. 00:15

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ég auglýsi sirka árlega. Fæ líka árlega sama óheyrilega fyndna grínið eins og hjá tilvonandi stendöppstjörnum landsins hér að ofan.

Vonast samt til að finna gítarinn (eða bara þann sem stal honum) einhverntíma.

Ingvar Valgeirsson, 14.4.2009 kl. 10:56

6 Smámynd: TARA

LOL..... ROTFL 





TARA, 14.4.2009 kl. 12:48

7 identicon

Já kallinn minn, í hvert skipti sem þú auglýsir eftir þessum ljóta gítar kem ég með sama djókið. Til hvers að fara að breyta núna?

Haukurinn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband