Af hverju ekki Dollara?

Fólk virðist enn líta á Evruna sem einhverja töfralausn. Sem hún er líklega alls ekki. En af hverju dettur fréttamönnum aldrei í hug að spyrja neinn annan en menn í toppstöðum hjá Evrópusambandinu um hvort við megum taka hana upp einhliða?

Í fréttinni í hlekknum hér fyrir neðan eru Percy Westlund og Joaquin Almunia sem svara. Annar er titlaður sendiherra sambandsins gagnvart Íslandi og Noregi - sem þýðir væntanlega að hans verk er að fá okkur inn í sambandið, Noreg vegna olíunnar og okkur vegna fisks, rafmagns og mögulegra olíuauðlinda., Áður hafði Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, neitað að einhliða upptaka væri inni í myndinni. Var einhver möguleiki á að stækkunarstjóri sambandsins svaraði öðru?

En hví er svona lítið talað um Bandaríkjadal? Fjölmörg ríki hafa tekið hann upp einhliða og er okkur það frjálst án allra skuldbindinga. Til dæmis eru íbúar Equador óttalega kátir með að hafa tekið upp Dalinn.


mbl.is AGS getur ekki haft milligöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gauti

Bandaríkjadalur er nú talsvert óstabílli gjaldmiðill en Evran . . og ég mindi helst vilja sleppa við að vera háður Bandaríkjum á nokkurn hátt.

Gauti, 20.4.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar Waage trommukennari með meiru hefur talað um Dollar mikið hérna á blogginu sínu og verið með baráttumál Dollar strax. Ef ég man rétt þá var hann eitthvað í viðtölum en fékk ekki miklar viðtökur það sem hann var að segja. Þanig að eitthvað hefur verið talað um það í fjölmiðlum en ekki með miklu mæli.  Málið er voðalega einfalt.. Skoðum alla möguleika og sá sem reynist íslensku hagkerfi best .. veljum þann gjaldmiðill.. hver sem það verður.

En til þess að það gangi upp verða menn að koma sér úr pólitískum skotgröfum og sjá veruleikan eins og hann er.  Ég get ekki myndað mér skoðun um evrópumál ... því að þau eru sótuð af svo miklum trúnaði og árórðri á báða bóga... það er með öllu óþolandi því þá get ég ekki myndað mér heilstæða skoðun á þessum málaflokki.

Brynjar Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gauti - við þurfum ekki að ganga í Bandaríkin til að fá að brúka Dalinn. Sá er munurinn. Þeir geta ekki sett okkur lög, gert kröfu á auðlindir okkar eða neitt svoleiðis. Það er mikill munur.

Brynjar, ég er eiginlega á móti ESB-aðild af sömu ástæðu og ég hef ekki fengið mér tattú. Maður hættir ekki við eftirá.

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 21:38

4 identicon

Dollarinn verður að Amero.

 http://www.youtube.com/watch?v=6hiPrsc9g98

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:50

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Vandinn er að skipta út krónunum. Einginn kaupir þær. Bandaríski Seðlabankinn myndi heldur ekki ábygjast neitt hjá okkur.

Páll Geir Bjarnason, 21.4.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Sigurjón

Að sjálfsögðu kaupir enginn gjaldmiðil sem verið er að leggja niður...

Bandaríski seðlabankinn þyrfti heldur ekki að ábyrgjast neitt hjá okkur, frekar en hann ábyrgist neitt í Ecuador.  Vandinn felst í því að hafa nógu stóran gjaldeyrisvaraforða til að geta tekið upp dollarann.

Sigurjón, 21.4.2009 kl. 04:24

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þá er betri kostur að vera í bankaábyrgð hjá stórum öflugum evrópskum seðlabanka

Páll Geir Bjarnason, 21.4.2009 kl. 10:22

8 Smámynd: Sigurjón

...svona eins og Ungverjar og Lettar eru með?  Þær þjóðir eru í stórvandræðum, en seðlabanki Evrópu gerir ekkert til hjálpar þeim.  Hvernig myndi það verða hjá okkur?

Sigurjón, 21.4.2009 kl. 13:18

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jújú, engin vandi að hætta eftir á Ingvar minn, tækni og þróun gera það að verkum, að t.d. fegrunarlæknar geta nú léttilega fjarlægt húðflúrin!Svo er alveg hægt að ganga í og úr ESB. Annars var nú t.d. hinn mikli talnaspekingur og Engeyingur Benedikt Jóhannesson með einhverja útlistun á hve dollar passaði ekki minnnir mig, en þú tekur sja´lfsagt ekkert mark á honum núna né aðrir íhalds- eða þjóðernissinnar?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband