26.4.2009 | 19:03
Drull
Sá í fréttum að talsvert hafði verið strikað yfir nöfn frambjóðenda í kosningunum. Sem er gott í sjálfu sér. Frambjóðendur eru jú misjafnir og þó svo kjósandi styðji ákveðinn flokk er ekki þar með sagt að hann sé hrifinn af öllum sem eru á lista.
Það væri stór kostur ef landið væri eitt kjördæmi því þá gæti maður krassað yfir hvern sem er, til dæmis gæti kjósandi Sjálfstæðisflokks á Akureyri krassað yfir nafn Árna Johnsen (þjófinn á þing).
Annars stakk mig ögn hvað frambjóðendur voru sumir hverjir með ansi skrautlega fortíð. Einn nefndi ég hér að ofan sem sat inni fyrir mútuþægni og þjófnað. Efsti maður á lista Frjálslyndra í mínu kjördæmi lagði líf fólks í hættu með því að loka fyrir umferð í borginni til að mótmæla háu bensínverði - þá nýbúinn að koma fram í auglýsingu fyrir eitt olíufélagið. Frambjóðandi Vinstri grænna henti eldsprengju í erlent sendiráð og ein ný þingkona nýs flokks talaði oft fyrir hönd hóps sem stundaði skemmdarverk í nafni náttúruverndar.
Svo er það þessi hér. Hann er hress:
Athugasemdir
þetta er allt meira og minna ribbalda lýður og ef það er það ekki núna þá verður það það þegar það kemst á þing, þannig er það og verður
Guðríður Pétursdóttir, 27.4.2009 kl. 10:21
og hér er eitthvað á móti þínu myndbandi http://www.youtube.com/watch?v=aJuaZKBABO0
Guðríður Pétursdóttir, 27.4.2009 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.