13.5.2009 | 13:28
Greyin
Þegar hrunið mikla varð í október, sælla minninga, var ein algengasta spurning fréttamanna hvort jafnréttissjónarmiðin yrðu ekki höfð í hávegum þegar nýjar bankastjórnir yrðu skipaðar. Í staðinn fyrir að spyrja fréttamenn hvaða andsk... máli það skipti var ætíð svarað "jú að sjálfsögðu" eða eitthvað í þeim dúr.
Nú, svona fyrst kynjaskiptingin er ekki fiftí-fiftí fara menn að rífa kjaft og lýsa óánægju sinni.
Frekar vil ég hafa eintómar eintómar konur (ja, eða eintóma karla) fremur en að sjá einn einasta aðila víkja fyrir minna hæfum aðila af "réttu" kyni til að uppfylla kvóta eða óraunhæfar væntingar öfgasinnaðra jafréttissinna.
Annars er veruleg hætta á að skiptingin verði fiftí-fiftí - helmingurinn fífl og hinn helmingurinn líka.
Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er kannski eitt af fáum skiptum sem ég er sammála þér
Guðríður Pétursdóttir, 13.5.2009 kl. 13:37
Væri ekki nær að finna lausnir við þeim vandamálum sem við búum við í dag heldur en að væla út af einhverjum fáránlegum kynjakvóta?
Davíð (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 13:42
Er það kvenrétti sem við viljum eða jafnrétti?
Það er ekki sami hluturinn. Er það ekki takmarkið að besta manneskjan sé ráðin óháð kyni ?? Það er jafnrétti. En að ráðið sé í stöðu ekki vegna hæfni heldur af því að það er ekki jafnt kynjahlutfall er einfaldega heimskulegt. Það á að meta í starf útfrá verðleikum en ekki kyni.
Ómar Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.