Júró

Ég var að pæla... ef við skyldur slysast til að vinna Júróvisjón í þetta skiptið þurfum við að halda keppnina að ári.

Eigum við nógu mikið af vindmaskínum til að gera það almennilega?

Annars lendum við í sextánda sæti og fáum það þar með afhent til eignar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Höldum bara keppnina utandyra, þá þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti á vindi :-)

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.5.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

13. sæti verður okkar hlutskipti, það er mín jarðbundna spá, en auðvitað vonumst við eftir betri árangri.

Það er skrýtið að Jóhanna skuli vilja innanhúsrok í Júró þegar það er eiginlega alltof mikið af því hér heima.

Haukur Nikulásson, 16.5.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Haukur - Jóhanna kýs bara að hafa rok - þá er eins og hún sé á heimavelli.

Sigurgeir - fín hugmynd, en það er ómögulegt að treysta á rokið. Það væri líka vont ef slydda eða haglél fylgdi rokinu, held að það gæti farið illa í keppendur frá syðri hluta álfunnar.

Ingvar Valgeirsson, 16.5.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband