Bíógetraun í erfiðari kantinum

Nú skal snarað fram bíógetraun og leyfi ég mér að fullyrða að erfiðari getraun liggur ekki á lausu.

Spurt er um leikara. Hann er hreint ekki mjög frægur.

Þrátt fyrir að vera ekki stærsta nafnið í bransanum hefur hann leikið í Óskarsverðlaunamyndum og leikið á móti eðalleikurum á borð við Anthony Hopkins og Robert De Niro, svona til að nefna einhverja. Jú, og svo hefur hann leikið í myndum með tveimur Bond-um, þeim Pierce Brosnan og Daniel Craig.

Hans fyrsta hlutverk var í ákaflega vinsælli mynd fyrir rúmum þremur áratugum. Þar lék hann atvinnulausan mann sem gengur til liðs við glæpasamtök. Í þeirri mynd lemur hann mann í hausinn með hafnarboltakylfu í ansi hreint skemmtilegu atriði.

Síðan þá hefur hann leikið í óheyrilegum fjölda bíómynda og allnokkrum sjónvarpsþáttum, misgóðum auk þess að leika á sviði. 

Enívonn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ray Liotta.

Kveðja Matti

Matti Popp (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Neeeeeiiiii...

Ingvar Valgeirsson, 22.5.2009 kl. 16:33

3 identicon

Gæti verið Dexter Fletcher!

Bjarni (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:51

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, sko! Það var laglegt, Bjarni!

Ingvar Valgeirsson, 23.5.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband