14.7.2009 | 11:21
Önnur leikaragetraun
Nú, Bjarni tók síðustu getraun í nebbakútinn svo nú er tilvalið að koma með aðra.
Spurt er um frægan leikara. Hann heitir meðal annars Michael.
Hann lék eitt sinn í stríðsmynd sem var lauslega byggð á raunverulegum atburðum. Þar var hausinn höggvinn af honum.
Hann lék líka eitt sinn í kúrekamynd sem var lauslega byggð á raunverulegum atburðum. Þar lék hann bófa, sem var til í raunveruleikanum. Sá einmitt lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að hausinn var höggvinn af honum. Það var, samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum, síðasta lífsreynslan hans.
Þessi ákaflega fíni leikari hefur ekki bara leikið í bíó, heldur líka í sjónvarpsþáttum og á sviði.
Hann lék eitt sinn á móti stúlku sem ber sama ættarnafn og hann. Þau léku einmitt systkini í þeirri mynd, sem olli því að æði margir töldu þau vera systkini í raunveruleikanum. Svo er þó ekki.
Hver er?
Annars er ég hress, er heima í fríi með litlu strákana mína og hef það bara býsna gott. Jibbí. Ég rúla.
Athugasemdir
Eridda Kevin Micheal Costner.. hmmm?
Jói G (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:32
Já, auðvitað, ég sé það núna. Sá sem þú sagðir.
Eða nei. Ekki hann.
Ingvar Valgeirsson, 15.7.2009 kl. 16:53
Rak svo augun í að það voru fleiri vísbendingar á öðrum bloggum.. Þar er hann nefndur og hefði þá þurft að leika bróðir sinn, sem með nútímatækni er ekki flókið og vissulega væru þeir líkir Kevin og Kevin...
Jói G (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:04
Er ég einn að giska? Ég ætla að reyna Micheal Madsen... ?
Jói G (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:14
Nei, nei, nei - en þó hann heiti Michael gæti hann líka notað listamannsnafn eða þá að Micheal sé millinafn eða eitthvað. Eða ekki. Kannski.
Ingvar Valgeirsson, 15.7.2009 kl. 17:21
Við ætluðum báðir að skrifa Michael en skrifuðum Micheal... klaufelsi Sveins.
Ingvar Valgeirsson, 15.7.2009 kl. 17:21
Já, ekki kúl að klúðra því... 2svar... Michael
Jói G (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.