15.7.2009 | 12:17
King of pop?
Aldrei skilið af hverju allir kalla Michael Jackson "poppkónginn". Ég hélt að það væri annaðhvort Orwille eða Paul Newman.
Svo verð ég að deila einu með ykkur - alltaf þegar ég sé mynd af Björgólfsfeðgum sýnist mér einhvernvegin eins og Willy Wonka hafi ættleitt einn meðlim Il Divo.
Svo er um að gera að skjóta fram vísbendingu í bíógetrauninni, svona fyrst sirka enginn er að taka þátt:
Leikarinn, sem spurt er um hefur oft verið drepinn í bíó. Æði oft hefur líka verið reynt að drepa hann, en mistekist. Kevin Kostner drap hann til dæmis í einni mynd, en í annarri mynd léku þeir bræður. Það held ég nú.
Í einni mynd lék hann mann, sem var tekinn í misgripum fyrir annan. Sökum þess var hann hundeltur af leigumorðingja, sem var meiri bíónörd en ég.
Jæja...
Athugasemdir
Miðað við síðustu fréttir af Jackson ætti hann jafnvel að Heita Pop secred eða Kink of lollypop!
http://www.dv.is/frettir/2009/7/13/jackson-svaf-hja-tveim-karlmonnum/
JH (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:38
persónulega er ég hrifnari af titlinum "Black Elvis" heldur en "King of pop" sem er soldið gay
:)
ingom (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.