Guðríður vann!

Söngkvinnan knáa frá Selfossi, Guðríður í Extra, náði að taka bíógetraunina mína að þessu sinni. Hefur hún því unnið sér inn ískaldan öl, sem afhendist næst þegar og ef hún rekur nefið (og aðra líkamsparta) inn á öldurhús hvar ég er staddur (líklegast að leika á gítar).

Spurt var um Christian Michael Leonard Slater. Hann er reiðinnar býsn ágætur leikari.

Kevin Kostner drap hann í 3,000 Miles To Graceland. Þar áður léku þeir bræður í skemmtilegri, en meingallaðri, mynd um Hróa Hött. Svo var hann með bíósjúkan leigumorðingja á hælunum í Who is Cletis Tout og lék á moti Helen Slater (ekki systir hans) í Legend of Billy Jean.

Hann missti hausinn í Windtalkers (lauslega byggð á raunverulegum atburðum) og lék Dirty Dave Rudabaugh í Young Guns 2 (enn lauslegar byggð á raunverulegum atburðum), en sá ágæti byssubófi endaði víst hauslaus í Mexíkó. Not in a good way.

Óskar ritstjórn síðunnar (það er ég) Guðríði til hamingju með veðskuldaðan sigur og hrósar henni fyrir að vera alls ekki neinn bjáni.

JIBBÍ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hérna sýnir þú þínar bestu hliðar, þó ég sé ekki lengur talsmaður áfengisneyslu og þá alls ekki ungra sprunda á öllum aldriþá áttu hrós skilið fyrir þetta, gítartitturinn þinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hey,takk, ég kíki við eins fljótt og auðið er og fagna því með þér að ég sé enginn bjáni..

Guðríður Pétursdóttir, 20.7.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband