17.7.2009 | 10:08
Guðríður vann!
Söngkvinnan knáa frá Selfossi, Guðríður í Extra, náði að taka bíógetraunina mína að þessu sinni. Hefur hún því unnið sér inn ískaldan öl, sem afhendist næst þegar og ef hún rekur nefið (og aðra líkamsparta) inn á öldurhús hvar ég er staddur (líklegast að leika á gítar).
Spurt var um Christian Michael Leonard Slater. Hann er reiðinnar býsn ágætur leikari.
Kevin Kostner drap hann í 3,000 Miles To Graceland. Þar áður léku þeir bræður í skemmtilegri, en meingallaðri, mynd um Hróa Hött. Svo var hann með bíósjúkan leigumorðingja á hælunum í Who is Cletis Tout og lék á moti Helen Slater (ekki systir hans) í Legend of Billy Jean.
Hann missti hausinn í Windtalkers (lauslega byggð á raunverulegum atburðum) og lék Dirty Dave Rudabaugh í Young Guns 2 (enn lauslegar byggð á raunverulegum atburðum), en sá ágæti byssubófi endaði víst hauslaus í Mexíkó. Not in a good way.
Óskar ritstjórn síðunnar (það er ég) Guðríði til hamingju með veðskuldaðan sigur og hrósar henni fyrir að vera alls ekki neinn bjáni.
JIBBÍ!
Athugasemdir
Hérna sýnir þú þínar bestu hliðar, þó ég sé ekki lengur talsmaður áfengisneyslu og þá alls ekki ungra sprunda á öllum aldriþá áttu hrós skilið fyrir þetta, gítartitturinn þinn!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 23:34
hey,takk, ég kíki við eins fljótt og auðið er og fagna því með þér að ég sé enginn bjáni..
Guðríður Pétursdóttir, 20.7.2009 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.