6.8.2009 | 16:06
Bíóklikk
Mér finnst gaman að almennu klikkelsi í bíómyndum. Sérstaklega þykir mér gaman þegar menn eru að nota skotvopn eða faratæki em ekki voru til þegar myndin á að gerast. Til dæmis er allt vaðandi í framtíðarvopnum í Indiana Jones-myndunum, sérstaklega þeirri fyrstu. Hún á að gerast 1936, en Þjóðverjarnir (sem tilheyra þar herdeild sem ekki var til fyrr en fimm árum seinna) nota ´38 og ´40-módel af skotvopnum.
Svo sá ég þessa ljósmynd:
Hér má sjá Johnny Depp í hlutverki hins bráðskemmtilega bankaræningja John Dillinger. Hann heldur hér á Thompson-hríðskotabyssu, alveg gullfallegri. Akkúrat það sem ég vil fá í jólagjöf. Nema hvað að Dillinger var drepinn árið 1934 (já, fyrirgefið að ég eyðilegg fyrir ykkur endann). Magasín, eins og er í byssunni, voru ekki framleidd fyrr en seinni heimsstyrjöldin var byrjuð. Þau voru hringlaga þangað til.
Annars er hann flottur þarna með Thompsoninn í hægri hendi... nema hvað að Dillinger var örvhentur.
Ég ætla hinsvegar að sjá myndina, hún er eflaust ágæt.
Athugasemdir
Ég er nú asskoti sammála..held samt sem áður að þetta sé einstaklega góð ræma:)
ásdís frænka (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:20
Soso Ingvar, menn geta nú haldið á með hægri þótt þeir séu örvhentir!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 09:28
Já, takk fyrir að eyðileggja myndina...
Takk frekar að benda á misræmur...
Sigurjón, 8.8.2009 kl. 04:26
Sigurjón, ég skal eyðileggja Titanic fyrir þér líka - skipið sekkur.
Ingvar Valgeirsson, 8.8.2009 kl. 14:08
Hehe, o! Nú nenni ég ekki að sjá hana heldur...
Sigurjón, 8.8.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.