Bretinn...

Þetta er sumsé sama kvikindaeftirlitið og bannaði Clockwork Orange í hálfan þriðja áratug - einmitt af því að myndin sýndi stöðugt ofbeldi og söguþráðurinn væri lítill sem enginn.

Nær hefði verið að þeir bönnuðu viðbjóð eins og Lake House - þar er taumlaus viðbjóður allan tímann og lítill sem enginn söguþráður.


mbl.is Bretar banna japanska hryllingsmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það þó ekki síst vegna óska Kubricks sjálfs sem myndin var ekki leyfð aftur í Bretlandi fyrr en eftir dauða hans?

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: arnar valgeirsson

einmitt. ætlaði að sjáana... en sá hinsvegar eden lake sem var þokkalegur vibbi en þekki ekki lake house.

arnar valgeirsson, 19.8.2009 kl. 16:15

3 identicon

oooh, þessi frétt er búin að eyðileggja myndina með því að koma upp um endirinn (þau deyja bæði)

Gamli (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eyvindur - jú, hann fór víst fram á það sjálfur, en það var eftir að eftirlitið fór fram á algert bann á myndinni vegna þess að hún átti að hafa hvatt til ofbeldis. Einhverjir ofbeldismenn sögðust hafa verið undir áhrifum frá myndinni, jafnvel þó svo glæpirnir hafi verið framdir áður en myndin var frumsýnd eða sýnt þótti að þeir hefðu aldrei séð myndina.

Ég las eitt sinn ákaflega fróðlegt viðtal við ekkju Kubricks, þar sem hún lýsti gerræðislegum aðförum kvikmyndaeftirlitsins á hendur honum, hótunum og viðbjóði - sem hefði nægt, ef þetta hefði verið bíómynd, til að koma henni í R-flokk. En hann fór víst fram á bannið sjálfur þegar sýnt þótti að bannið fengist í gegn, til þess að hafa eitthvað vald til að láta sjálfur aflétta banninu þegar formaður kvikmyndaeftirlitsins léti af störfum. Því miður gerðist það ekki fyrr en löngu seinna.

En þær eru æði margar myndirnar sem hafa við klipptar í tætlur eða jafnvel bannaðar alveg - þið getið séð það ef þið berið saman amerískar og enskar útgáfur af ofbeldismyndum á dvd. Enska útgáfan er, aðallega ef um gamlar myndir er að ræða, eitthvað styttri. Þar má t.d. nefna Fistful of Dollars og True Romance.

Hryllingsmyndir eins og Trip og Last house on the Left voru formlega alveg bannaðar af kvikmyndaeftirlitinu - LHOTL með sömu útskýringum og þessi japanska.

Ingvar Valgeirsson, 19.8.2009 kl. 21:03

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Arnar - Lake House er einhver rómantísk vella með Keanu Reeves. Enn meiri viðbjóður en t.d. Texas Chainsaw Massacre, sem var jú líka bönnuð í Bretaveldi.

Ingvar Valgeirsson, 19.8.2009 kl. 21:05

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var varla horfandi á Sky movies út af öllum þessum klyppingum.  Þeir edituðu út mikilvæg atriði.  Stundum parta af plottinu.  Í The Abyss þá breyttu þeir mjög sniðugu atriði með rottu í tilgangslausar pyntingar með misheppnuðum klyppingum.  (Það voru ekki pyntingar áður en atriðið var snytt til af Bretanum.)

Ásgrímur Hartmannsson, 20.8.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband