Flótti af blogginu

Æði margir ætla sér að hætta að blogga hér á Moggablogginu. Þeir vilja ekki tjá sig á bloggi sem tengist fjölmiðli sem er stýrt af einhverjum sem var beinn þátttakandi í hruninu. Þess vegna hafa víst fjölmargir ákveðið að fara yfir á vísisbloggið.

Sem er í eigu Fréttablaðsins.

Sem er í eigu hverra aftur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Vá hvað þú hlýtur að vera gáfaður. Maður hálf öfundar þig af IQ-inu sem hlýtur að vera langt fyrir ofan Forest Gump er marka er snilldina sem þú dregur fram í dagsljósið með þessari færslu þinni.

Andspilling, 26.9.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sannleikanum eru sumir sárreiðir.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 27.9.2009 kl. 05:36

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, Andspilling, auðvitað dauðöfundar þú mig. Ég til dæmis veit að Forrest Gump er skrifað með tveimur err-um og greindarvísitala er ágætis íslenskt orð yfir IQ.

Að sama skapi dauðöfunda ég þig vegna mannasiðanna, alger snilld að skrifa svona undir dulnefni. Ég er alveg frávita af hrifningu.

En auðvitað er Mogginn búinn að vera hrikalega Sjallasinnaður, eins og Andspilling segir á bloggi sínu. Einmitt þessvegna hefur hann síðustu misseri deilt svona mikið á stefnu flokksins í flestum mikilvægum málum, það er auðvitað til að villa mönnum sýn.

Ingvar Valgeirsson, 27.9.2009 kl. 10:09

4 identicon

Blái ingvar minn

kv Guffi

Guffi (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 10:34

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Guffi - ekki alger strumpur samt. :)

Ingvar Valgeirsson, 27.9.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ingvar.  Gott hjá þér að benda á tvískinnung fólks.

Færzla andspillingar er sorgleg...

Sigurjón, 27.9.2009 kl. 18:08

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Færslan er hálfsorgleg. Bloggið hans er mun verra, eiginlega hálfgerður viðbjóður. En það er engin furða að svona óskrifandi hyski bloggi í hugleysisskjóli nafnleyndar.

Ingvar Valgeirsson, 27.9.2009 kl. 20:14

8 Smámynd: Sigurjón

Einmitt.  Kemur ekki á óvart...

Sigurjón, 27.9.2009 kl. 20:30

9 identicon

Hver sagðist ætla frá moggabloggi á baugsblogg?

Gaggrínin (ég má skrifa gaggríni svona, ég er les og skrifblynur) virkar sko bara á þá. Hinir sem ekki fóru frá Dabba yfir til Nonna og Hanna þurfa að gera eitthvað annað til vera fífl fyrir þér.

Mér finnst allir fífl. Nema Sigurjón því hann reykir pípu og er með rútu og tölvupróf.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:58

10 Smámynd: Sigurjón

Hehe, mér leiðist reyndar að tilkynna þér það Elvar minn að ég hætti reyndar að reykja fyrir 4 og hálfu ári síðan.  En rútu- og tölvuprófið er ég enn með...

Sigurjón, 28.9.2009 kl. 18:34

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Elvar - til dæmis Sigurjón Þórðarson. Allnokkrir í viðbót líka, nenni ekki að fletta í lokafærslum á Moggablogginu til að nefna fleiri. En þeir eru allnokkrir.

Jú, þið sem eruð sgrivblydnir megið sgryva gaggríin svona. Eða hvernig sem er.

Það er kúl að reykja pípu. Ég skil samt ekki að Sigurjón hafi ekki misst tölvuprófið og meiraprófið þegar hann hætti að reykja, hélt að það væri standard.

Ingvar Valgeirsson, 29.9.2009 kl. 11:26

12 Smámynd: Sigurjón

Hehe, ég svindlaði...

Sigurjón, 29.9.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband