Afsökunarbeiðni?

Aðstoðarmaður forsætisráðherra segist hissa á að Rúv og Mogginn hafi ekki rokið upp til handa og fóta vegna afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur vegna efnahagshrunsins í fyrra.

Í fréttinni, sem hlekkt er á hér að neðan, segir:

„Þjóðin er í sárum. Hún hefur liðið þjáningar og skaða sem enn sér ekki fyrir endann á. Þess vegna á hún heimtingu á afsökunarbeiðni. Það er síðan rannsóknaraðila og dómstóla að leggja grunn að, og sjá svo til, að þeir sem ábyrgð bera axli hann," sagði Jóhanna.

Er þetta afsökunarbeiðni? Jú, það er sagt að þjóðin eigi afsökunarbeiðni inni hjá einhverjum, en afsökunarbeiðnina sjálfa sé ég ekki. Sagði hún kannski meira eða telst þetta afsökunarbeiðni? Eða er Hrannar í ruglinu? Einhver? 

Hér er fréttin:

http://visir.is/article/20091007/FRETTIR01/38376144


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://eyjan.is/blog/2009/10/06/johanna-bidur-thjodina-afsokunar-a-vanraekslu-og-andvaraleysi-stjornvalda/

kjartan (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Breytir talsverðu að sjá þetta í heild, svo ekki sé meira sagt. Ætli tilvitnunin í fréttinni hafi verið gripin af handahófi?

Ingvar Valgeirsson, 7.10.2009 kl. 12:08

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, og þakka þér fyrir, Kjartan.

Ingvar Valgeirsson, 7.10.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Ingvar minn, þú ert í stuði sem endranær, gott mál! En þarna virðist semsagt þitt "Stóra hneykslunarfjall", hafa orðið til úr "lítilli sakleysismús", eða þannig!Svo er rétt að minna á (og það hefði nú þinn store bro getað líka gert) að Hrannar B. er nokkuð snjall skákmaður og hefði því seint klikkað svona ílla áði, eins og þú varst nú að vona ekki satt?!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.10.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvaða "Stóra hneykslunarmál"? Ég var nú einfaldlega að spyrjast fyrir um hvort kerlingin hefði nú ekki sagt eitthvað meira, svona fyrst Hrannar fór svona mikinn.

Annars er svolítið asnalegt að hún sé að biðjast afsökunar á einhverju sem hún á ákaflega litla sök á sjálf. Nær væri að flokksbróðir hennar, Björgvin, tæki það að sér. :)

Ingvar Valgeirsson, 10.10.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband