Pæling um sjónvarp og bókmenntir

Hér segir frá því þegar Egill Helgason fékk til sín góðan gest um daginn. Það var breski blaðamaðurinn Roger Boyes, sem nýverið skrifaði bókina Meltdown Iceland.

Ekki bara var hann fenginn til að tjá sig um bókina í Silfri Egils, hvar þáttastjórnandinn kaffærði höfundinn í lofi,  heldur fékk hann líka að tjá sig í Kastljósinu á sömu sjónvarpsstöð. Mér þykir líklegt að þar hafi menn verið jafnlítið gagnrýnir á verkið og Egill, sem sagði bókina vera þá bestu um fjármálakreppuna.

Eníhjú, mér þótti alveg bráðskemmtilegt að lesa DV í gær. Þar birtist ritdómur um þessa bók, Meltdown Iceland. Fyrirsögnin er skemmtileg, "Sjoppuleg bresk hrunsbók". Millifyrirsagnir eins og "Margar rangfærslur" (sem farið er nánar út í) og "Auga gestsins er ekki alltaf glöggt" og svo eru lokaorðin:

"Alveg sérstaklega léleg bresk bók um hrunið. Staðreyndavillurnar eru margar og bókin einkennist af lítilli og yfirborðslegri þekkingu á Íslandi".

Bókin fær hálfa stjörnu af fimm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sérkennilegur þessi mismunur á skoðun Egils og ritdómara DV.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.12.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Og ekki getur ritdómurinn verið út í bláinn, því DV er langbesta blaðið að mati Egils! :)

Ingvar Valgeirsson, 8.12.2009 kl. 21:43

3 identicon

Þetta verður samt ekki jólabókin í ár eins og allar hinar kreppubækurnar. Þeir sem eru með virkt toppstykki ættu að vita hvað gerðist í raun. Ég væri til í að hafa úthald í einn þátt af Agli og hvað þá ef hann gæti setið kyrr í sætinu. Er ég að biðja um of mikið?

Ásdís frænka (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband