Úti í Garði

Við strákarnir í Swiss lögðum land undir dekk í gær og fórum í Garðinn (ekki út í garð heldur í bæjarfélagið Garð, rétt hjá Keflavík) að spila fyrir fóbboltafélagið Víði í Garði, sem hafði nýlokið við að vinna þriðju deildina og þar með skilst mér að þeir fari upp í aðra deild á næsta leiktímabili. Því voru menn svolítið kátir með lífið og skáluðu grimmt, enda íþróttamenn, eftir því sem mér hefur sýnst, almennt þyrstari en annað fólk.

Nú, við mættum snemma og stilltum upp og misstum þar með að Chris í Höllinni. Það var náttúrulega bévítans klúður. En við bættum það upp með því að renna til Sandgerðar áður en við byrjuðum að spila og splæstum í eina pizzu á Mamma Mia, en eins og áður hefur komið fram hér eru lummurnar ljúffengar þar á bæ. Egill Rafns var að leysa Magga af, en sá var einhversstaðar að spila með hinni hljómsveitinni sinni, Shadow Parade. Því þótti okkur algert möst að leyfa stráknum að smakka á dýrðinni.

Eníhjú, ballið var fínt og gott og allir svakakátir. Það er heldur ekki á hverjum degi sem fóbboltalið vinnur deildina sína. Óska ég þeim til lukku með það.

Skrapp í bíó áðan með Litla-Svepp að sjá einhverja skrípó um mörgæsir á brimbrettum. Hún var ljómandi skemmtileg sem slík. Heyrði meira a segja í Pétri Múhameð segja eina setningu í myndinni, en svo kom hann held ég ekkert aftur - Pétur, varstu ráðinn í djobbið fyrir eina setningu eða var ég svona fullur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband