Hann er tannlaus greyið...

Fór til tannæknis í gær eftir alltoflanga bið. Kom þaðan út með bólgið smetti  - nú, og slatta af peningum sem og einni tönn fátækari. Kannski ekki rétt að segja að ég væri tönn fátækari, ég átti hana svosem ennþá - hún var bara í vasanum en ekki í munninum. Svosem í lagi, hún var aftast og að sér þetta enginn. Fór svo heim og kláraði að horfa á fjórðu seríu af NCIS.

Framvegis ætla ég ekki að láta líða mörg ár milli tannlæknisheimsókna. Svo ætla ég líka að ganga með tannbursta og tannkrem, sem og tannþráðspakka, á mér. Alltaf. Kannski líka hætta að eyða tímanum í að horfa á annars flokks ameríska lögguþætti.

Lag dagsins er syrpan Glámur og Skrámur í Sælgætislandi af plötunni Í sjöunda himni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Kom þaðan út með bólgið smetti og slatta af peningum...."  Rændirðu tannlækninn?

Olga Björt (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég var reyndar með smá slatta af peningum eftir, en "slatta af peningum og einni tönn fátækari" er sumsé málið - tapaði tönn og fé. Kom út með færri tennur og minna eigið fé en ég fór inn með. Held ég nú.

Hvernig er annars með þig, er ekki að koma barn? Ef það sé strákur, má hann heita Ingvar?

Ingvar Valgeirsson, 9.2.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Lagaði orðalag - takk.

Ingvar Valgeirsson, 9.2.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Er búnað fara þrisvar til tannlæknis undanfarnar vikur. Meiraðsegja búið að pússa litla reykingarblettinn minn af. :-)

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.2.2008 kl. 16:48

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hallur - ég er ekki gömul kerling og því væli ég ekki þó svo auglýsing skjóti sér inn á bloggið sem Mogginn leyfir mér að halda úti ÓKEYPIS!

Einar - þú heppinn að fá marga tíma á nokkrum vikum. Næsti tíminn minn hjá þessum frábæra tannlækni er í apríl. Get ekki beðið.

Ingvar Valgeirsson, 9.2.2008 kl. 17:07

6 identicon

Ég náði merkingunni við fyrstu lesningu en þetta var svo skemmtilega tvírætt orðalag. Tvíræðni getur verið svo fyndin.

Annars er von á barni, jú, og það 28. næstkomandi. Ef það verður strákur þá kemur bara mjög vel til greina að það heiti Ingvar, enda mikið af fólki í kringum mig og föðurinn sem ber nöfn með forskeytinu Ing-

Olga Björt (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:36

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég yrði ekkert brjálaður - ég myndi kannski fara að tjá mig á öðrum vetvangi ef þetta væri mér eitthvað hjartans mál - sem það er alls ekki. Ég reyndar tók ekki eftir þessari auglýsingu fyrr en hálfur bloggheimur fór að grenja. Reiknaði eiginlega með því í upphafi að auglýsingar yrðu settar inn í einhverjum mæli, finnst stórfurðulegt að það hafi ekki verið gert fyrr.

Ingvar Valgeirsson, 10.2.2008 kl. 15:56

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hallur, líttu á þetta svona:

Mogginn útvegar þér, sem og okkur hinum misgáfulegum netröflurunum, algerlega frítt svæði til að tjá okkur á neti inters. Gerir okkur þar með kleift að tjá misgáfulegar skoðanir og vera með eigið röfl fyrir allra augum. Nú verða óttalega margir móðgaðir þegar auglýsing birtist á svæðinu.

Mér finnst einhvernvegin eins og það sé svipað að grenja yfir því eins og ef að Mogginn birti í blaðinu innsenda grein frá einhverjum og auglýsingu á sömu síðu.

Nú, ef þú ert samt enn sármóðgaður máttu hugga þig við það að téð farsímafirma verður farið á hausinn innan fárra missera, ellegar uppétið af einhverju öðru kompaníi. Allavega verður vörumerkið líklega horfið.

Ingvar Valgeirsson, 10.2.2008 kl. 20:04

9 identicon

Og af hverju er fólk þá að taka við Fréttablaðinu og 24stundum? smekk fullt af auglýsingum,,,,,,,,,,,, og er líka frítt, Yngvar ég stend með þér!

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 20:41

10 identicon

æji fyrirgefðu drengur,það átti að sjálfsögðu að vera Ingvar enn ekki Yngvar,,,,

Strákurinn minn heitir Yngvi og þess vegna,,,,,,,,,,, blablabla

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 22:16

11 Smámynd: arnar valgeirsson

þú hefðir átt að setja tönnina undir koddann. hefðir kannski grætt smá pening tilbaka.

en hér eftir munt þú ganga undir nafninu Yngveldur.

Yngveldur, Yngveldur, Yngveldur og Yngveldur

arnar valgeirsson, 10.2.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband