Mótmæli schmótmæli

Nú er mótmælt. Gaman að því. Söngvaskáld, pabbastelpur, rithöfundar og aðrir, sem virðast ekki alveg jafn athyglissjúkir og þeir fyrstu, taka til máls og heimta breytingar. Sá að fólk var hvatt til að mæta og mótmæla Seðlabankanum, Ríkisstjórninni, útrásarbankamönnunum, Fjármálaeftirlitinu og einhverju. Tekið var fram að menn þyrftu ekki að vera á móti öllu þessu, bara einhverju.

Ef ég væri nú til dæmis alveg fokkings brjálaður út í bankamennina eða Fjármálaeftirlitið, en gallharður og eindreginn stuðningsmaður og aðdáandi ríkisstjórnarinnar eða Davíðs liði mér eflaust illa, standandi fyrir framan Alþingishúsið, gargandi úr mér lungu og lifur, hlustandi á einhverja tala í míkrófóninn um hvað það var ljótt að selja hálendið til erlendra auðmanna eins og kallinn i sjónvarpinu mínu áðan.

Ég sting upp á breyttu fyrirkomulagi á mótmælunum, kannski eitthvað í þessa átt:

Laugardagurinn 34. febrember:

Kl. 13:00 - Ríkisstjórninni mótmælt.

Kl. 14:00 - Tilvist Davíðs Oddsonar mótmælt. Bónus býður upp á egg og túmata og Kolfinna segir nokkur orð (reyndar ákaflega mörg á ótrúlega stuttum tíma).

Kl. 15:00 - Bankajöfrunum mótmælt og þeim blótað í sand og ösku. KK skemmtir.

Kl. 16:00 - Fjármálaeftirlitinu mótmælt og forkólfar þess sæta bölbænum af hendi allsherjargoða.

Kl. 17:00 - Mótmæli þeirra sem vilja skipta út viðskiptaráherra og fjármálaráðherra, en styðja annars stjórnvöld.

Kl. 18:00 - Útisamkoma þeirra sem mótmæla alltaf öllu, sama hvort það heitir Íraksstríð, virkjanir, álver, stjórnvöld, bensínverð, kvótakerfið, krónan, klámráðstefnur, samkeppnisstaða Rúv eða hvaðeina. Bubbi leikur nokkur lög sem hann hefur samið um öll málefnin og Steingrímur J. talar af fullri sannfæringu.

Kl. 20:00 - Aukamótmæli, beint að Davíð, vegna fjölda áskorana. Þeir sem urðu frá að hverfa síðast hjartanlega velkomnir og Bónus býður upp á léttar veitingar og efni til snörugerðar.

Minni svo á að Swiss er að leika á Dubliner í kvöld. Nánar um það á Swissblogginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

einmitt málið. þegar meira og minna allir eru on the kúpa vegna vanhæfrar ríkisstjórnar og seðlabankastjóra sem eru kallaðir fífl í erlendum miðlum, þá þora davíðs- og geirssleikjur eins og þú ekki í bæinn því þér þætti þú vera að svíkja liðið sem er að fara með landslýð, þ.á.m. þig.

þú vilt væntanlega bara mótmæla bónusfeðgum.

- en þetta er kannski að einhverju leyti mér að kenna. hefði ekki átt að barja þig svona mikið þegar þú varst barn. allavega ekki svona oft í hausinn. -

arnar valgeirsson, 15.11.2008 kl. 19:45

2 identicon

Vá, Ingvar... Meira að segja harðasta SUS manneskja sem ég þekki er farin að blóta Flokknum í sand og ösku... Þér hefur ekkert dottið í hug að taka klútinn frá augunum í smá stund og líta aðeins í kringum þig? Þú hafðir rangt fyrir þér - Sjálfstæðisbölið er búið að eyðileggja landið. Til hamingju, þú og vinir þínir kusuð yfir okkur kreppu. Sættu þig við það.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:49

3 identicon

mér dettur ekki í hug að fara niðrí bæ til að mótmæla, ég er nokkuð öruggur á því að mótmælendur eru allir skrásettir af útsendurum ríkisbankanna og það að vera skráður mótmælandi kemur til með að hafa stór áhrif á lánshæfi manns í ríkisbankanum...

ingom krulludýr (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

N'u skil ég hvernig í þessu liggur með þig Ingvar minn, Arnar sviptir hér hulunni af hví broshýri og bráðskemmtilegi drengurinn sem ég kynntist svo ágætlega um árið og virtist svo efnilegur íslenskur framtíðarþegn, hefur svona um sumt þröngsýnar og þó nokkuð þrjóskulegar skoðanir.

Annars sakna ég þess að þinn dyggi vinur og stuðningsmaður Eggert skuli ekki hafa mætt á svæðið með sína greiningu á mótmælunum og heilsufarsástandi og hefðun frummælenda og stjórnenda þeirra!

En hann hefur kannski ekki þorað að mæta, fjöldin svo mikill og friðurinn allsráðandi í blómahafinu!?

Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 02:41

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Bíðið nú við - hvaða skoðanir komu fram í færslunni? Sé ekki betur en að hún með öllu laus við nokkra alvöru.

Svo veit ég jú alveg að þessi alþjóðlega fjármálakreppa er að öllu leyti Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það er augljóst. Halda menn alveg í alvörunni að ástandið væri betra ef aðrir væru við stjórnvölinn?

Ingvar Valgeirsson, 16.11.2008 kl. 18:02

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Öllu gamni fylgir nokkur alvara.

Og Ingvar minn kræfi á köflum, ef þú ætlar að vera almennilega fyndin, en ekki fara út í hreina dellu, þá er allt í lagi að hafa hugsun með í gríninu. Hefur þinn ástkæri bróðir til að mynda eða einvher að alvöru og með viti haldið því fram að vandamálin annars staðar en hérlendis séu D flokknum að kenna? Þetta er nú of vitlaust bæði til að nokkur maður geti hlegið, hvað þá að taka það á hinn bógin alvarlega!

En ég veit auðvitað sem er, að þú og fleiri hafið komið þeirri skoðun vel á framfæri, að vandin liggi fyrst og fremst í mistökum hjá kananum í eigin fjármálakröggum, en það er einfaldlega vægt til orða tekið einföldum á sannleikanum og "frjálsleg" meðferð á honum!

Þröngsýni þín í skoðunum og þrjóska var ekkert tiltekin sérstaklega vegna þessarar færslu Ingvar minn, heldur bara almennt sagt um það sem þú hefur skoðun á og hefur sett hér fram og víðar. (t.d. varðandi bankakreppuna og í varnarræðum fyrir D) Þetta voru svo bara viðbrögð við orðum bróður þíns sömuleiðis.

En auðvitað er þetta samt allt saman í góðu lagi, þannig séð, þér og fleirum er auðvitað og að sjalfsögðu frjálst að berja höfðinu eins lengi og þið viljið við steinin og hanga á skoðunum ykkar eins og hundur á roði út í það óendanlega og það þótt aðrir sem aðhyllst hafa sömu skoðanir láti af þeim meir og meir!

En þú ert samt ágætur, það breytist nú ekkert, litli labbakúturinn þinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, Magnús, það hefur enginn í fullri alvöru sagt að vandamálin úti í heimi séu Sjöllunum að kenna. Enda er það álíka heimskulegt og að segja að vandamálin hérlendis séu þeim einum að kenna...

Sem margir virðast halda samt.

Ingvar Valgeirsson, 18.11.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband