Nokkrar ræmur og dót

Hef náð að kíkja á nokkrar skemmtilegar myndir upp á síðkastið. Hef ákveðið að tjá mig ögn um þær:

Fanboys - bráðskemmtileg ræma sem gerist fyrir áratug. Fjallar um nokkra pilta sem ætla sér að aka yfir Bandaríkin og taka hús á George Lucas og stela af honum Star Wars-myndinni, sem þá var enn ókomin í bíóhús. Er það helst gert til þess að einn úr hópnum nái að sjá hana, en hann er hálfuppétinn af krabbameini og er ekki talið að hann lifi fram að frumsýningardegi. Þeir sem eru meiri Star Wars-menn en ég sjá ýmiskonar galla í henni, en ég er greinilega ekki nógu mikið nörd. Eitt var mér þó bent á sem fékk mig til að brosa - í myndinni flýja aðalsöguhetjurnar niður um ruslarennu. Einn þeirra kastar sér niður rennuna með hausinn fyrst, en kemur út með lappirnar á undan - rétt eins og Han Solo í elstu Stjörnustríðsmyndinni. Ítreka, mér var bent á þetta, er ekki bónafæd Starvorsnörd.

Taken - alltílagi ræma. Þið hafið öll séð auglýsinguna í sjónvarpinu. Stúlkukindin sem var rænt á að hafa verið að elta U2 á Zooropa-tónleikaferðalaginu, en ef ég man rétt var það ´93. Þar af leiðandi eru bílar, vopn, gsm-símar, vídeótökuvélar og annað hálfum öðrum áratug á undan sinni samtíð.

Let´s kill Bobby Z (öðru nafni The Death and Life of Bobby Z) - líka alltílagi ræma. Pirraði mig mjög að ég sá enga galla. Er samt sagt af mér meiri nördum að þeir séu þarna í einhverju magni.

The Bank Job - alltílagi. Væri betri ef það væri ekki verið að reyna að halda því fram að hún væri byggð á sannsögulegum atburðum. Jú, þetta bankarán átti sér stað, en raunveruleikinn var æði langt frá því sem myndin segir frá. Þó eru nokkrir punktar, sem eru réttir.

Fyrir þá sem séð hafa myndina gæti verið gaman að lesa þetta:

http://en.wikipedia.org/wiki/Baker_Street_robbery 

Gaman að sjá Jason Statham eðaltöffara skarta dýrindis Tag Heuer-úri árið 1971 - þau hétu bara Heuer fram til 1985. Sjá hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Tag_heuer 

Jæja - allir hressir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar mikið til að sjá Fanboys, enda er ég gamall Star Wars nörd.

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:44

2 identicon

Jason Statham er hot.. alveg sama um úrið :P

Bengta María (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég held að þú sért sá eini sem ég veit um sem er á sama máli og ég með taken..

Guðríður Pétursdóttir, 11.8.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband