Einhvernvegin finnst mér svolítið fyndið...

...að vellauðugur offitusjúklingur lifi góðu lífi af því að setja út á ofneyslu og auðsöfnun.

En kannski er ég bara svona skrýtinn.


mbl.is Vondur kapítalismi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og að auður hans kemur beinlínis út frá einkaframtaki hans og byggir á kapítalisma skemmir heldur ekki!

Gulli (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:02

2 identicon

Hahahaha ... já - priceless!

Borat (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvaða viðkvæmni er þetta í þér Ingvar, má ekki gagnrýna lengur án þess að það er sett útá útlit manna?  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.9.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Haukur - rétt væri að skrifa "án þess að það sett"... :)

Annars væri kannski eðlilegra að setja út á ýmislegt annað í fari hans, eins og hvernig hann hagræðir sannleikanum ótt og títt, en ég nenni bara ekki að skrifa heila ritgerð.

Ingvar Valgeirsson, 7.9.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skil þig Ingvar, en ég held að þú sért bara viðkvæmur yfir frjálshyggjunni þinni.  Sem kemur svosem ekki á óvart, en athugaðu að sjálfur er ég í hægri sveiflu þessa daganna, en ég tel alla gagnrýni velkomna svo lengi sem hún er réttmæt. P.s. takk fyrir ÍSL102 kennsluna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.9.2009 kl. 15:29

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gagnrýni er ekki beint það sem Moore hefur í frammi - meira eins og rógur og útúrsnúningur, þó svo sumt af því sem hann segi sé sannleikur. En í heimildarmyndum er ekki nóg að sumt sé satt.

En sjá fyrsta komment hér að ofan.

Ingvar Valgeirsson, 7.9.2009 kl. 16:13

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það get ég tekið undir Ingvar, hann minnir mig ískyggilega á Zeitgeist boðskapinn.  Annars var ég nú bara að reyna að finna höggstað á þér, það er allt of langt síðan að við höfum rifist um pólitík!  Það sorglega er að ég er sammála þér og var það allan tímann. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.9.2009 kl. 16:26

8 identicon

Zeitgeist er einmitt í sömu kategoríu. Þar er margt alveg satt og annað voðalega líklegt þegar maður sér það á skjánum og heyrir áhrifamikla rödd segja frá gríðarlegu hneyksli með áhrifamiklum undirleik. Svo þegar myndin er búin og maður athugar heimildir kemur í ljós að þarna er um verulega einföldun að ræða í besta falli. Vænlegan útúrsnúning samt oftar. Sorglega oft samt alveg hreina lygi og alger ósannindi. Mér fannst einmitt ágætt það sem þú skrifaðir um trúmálaþátt Zeitgeist á síðunni þinni Guðsteinn. Gaman væri að fá samskonar skrif hjá einhverjum eða einhverri sem er jafnvel að sér um fjármál og þú virðist vera um sögu og trúmál.

Geiri (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:59

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Geiri - ég þakka hrósið. Og gaman að sjá menn sem eins þenkkjandi og ég.   :) Ég tek undir að það þyrfti einhvern sem hefur næga þekkingu á fjármálum að kryfja seinni Zeitgeist myndina, og jafnvel flett ofan af henni ef þar eru rangfærslur að finna. Því ég set spurningarmerki við seinni myndina, því ef fyrri myndin er svona illa unninn, hvernig er þá seinni myndin? Mér er spurn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.9.2009 kl. 14:42

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég held að fyrri myndin sé alls ekki illa unnin - hún er eflaust unnin nákvæmlega eins og hún átti að vera unnin. Varla haldið þið að höfundur myndarinnar hafi í skjóli þess að enginn veit hver hann er klikkað svona smekklega á sama atriðinu oft? Að hann hafi, bara fyrir klaufaskap eða mistök, komið með sömu rangfæsluna um í það minnsta þrennskonar trúarbrögð?

Það þarf ekki nema tíu mínútur á internetinu (ef maður er treglæs og með lélegt módem) til að fá sum þessi atriði á hreint - haldið þið að hann hafi klikkað fyrir mistök?

Ó, nei - ekki frekar en Moore á góðri stund.

Ingvar Valgeirsson, 10.9.2009 kl. 09:48

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sko, við erum sammála Ingvar!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.9.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband